Kirjálskur bjarnhundur
Kirjálskur bjarnhundur er hundategund sem er kennd við kirjálska landsvæðið í Finnlandi/Rússlandi og er hundurinn þjóðargersemi í augum Finna. Vorið 1983 var blóð úr 56 íslenskum fjárhundum kannað til að rannsaka uppruna kynsins. Niðurstöðurnar sýndu greinilegan skyldleika milli íslenska fjárhundsins og kirjálska bjarnarhundsins.