King Edward
King Edward er kartöfluyrki frá Bretlandi sem var sett á markað fyrst árið 1902 og er blanda yrkjanna Magnum Bonum og Beauty of Hebron. Kartaflan er gul með rauðum flekkjum en kjötið er ljósgult eða hvítt. Hún er ávöl og þétt í sér. Hún tekur auðveldlega á sig græna slikju og þarf því að hylja vel eftir upptöku.