Ketilbjalla
Ketilbjalla eða girya (rússneska) er lóð sem er notuð talsvert mikið við líkamsrækt. Ketilbjöllur líta út eins og fallbyssukúla með handfangi. Þær eru búnar til úr steypujárni og eru langoftast húðaðar með gúmmí. Ketilbjöllur eru ekki nýjar á nálinni þó stutt sé síðan að þær urðu jafnvinsælar og raunin er í dag. Sögu ketilbjöllunnar má rekja aftur til ársins 1704, og það í Rússlandi, en þær fengu þó ekki almennilega kynningu í vesturlöndunum fyrr en maður að nafni Pavel Tsatsouline kynnti þær í Bandaríkjunum árið 1913.