Kertssund
(Endurbeint frá Kertsj-sund)
Kertsjsund tengir Svartahafið við Asofshaf og aðskilur Kertsj-skaga á Krímskaga í vestri frá Taman-skaga í Krasnodarfylki í Rússlandi í austri. Sundið er 41 km langt, 4-15 km breitt og mesta dýpi þess er 18 m.[1]
Mikilvægasta höfnin á Krímskaga er bærinn Kertsj, sem gefur sundinu nafn sitt. Áður hét sundið Krims Bosporus.
Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 var strax ákveðið að byggja brú yfir sundið. Var brú þessi opnuð fyrir almennri umferð 16. maí 2018.
Tilvísanir
breyta- ↑ Den Store Sovjettiske Encyklopædi: Kertjstrædet, skoðað 9. maí 2016
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kertssundi.