„Náttúruminjasafn Íslands“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
'''Náttúruminjasafn Íslands''' er eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Hlutverk þess er að varpa ljósi á [[náttúra Íslands|náttúru Íslands]], náttúrusögu landsins, nýtingu [[náttúruauðlind]]a og [[náttúruvernd]], auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi. Náttúruminjasafnið er afsprengi [[Hið íslenska náttúrufræðifélag|Hins íslenska náttúrufræðifélags]], sem stofnað var [[16. júlí]] [[1889]], en bygging myndarlegs náttúrugripasafns í Reykjavík var eitt helsta markmið stofnenda félagsins, og nú, heilli öld síðar og 20 árum betur, er það enn baráttumál félagsins að þjóðin eignist slíkt safn. Annað afsprengi Hins íslenska náttúrufræðifélags er rannsóknastofnunin [[Náttúrufræðistofnun Íslands]]. Sú stofnun hafði umsjón með Náttúrugripasafni Íslands fram til vorsins 2008, en þá var sýningarsölunum tveimur að Hlemmi lokað.
 
Með setningu Safnalaga (lög nr. 106/2001) var tekið skref í þá átt að þjóðin eignist almennilegt sýningarsafnsafn í náttúrufræðum sem hæfir landi og þjóð. Í lögunum er ríkisstofnunin Náttúruminjasafn Íslands gerð að einu þriggja höfuðsafna landsins. Annað skref var stigið árið 2007 með setningu laga um Náttúruminjasafn Íslands (lög nr. 35/2007) þar sem kveðið er á um hlutverk og skipan í starfsemi stofnunarinnar.
 
==Húsnæðismál safnsins==
Óskráður notandi