„Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum''' er [[háskóla]]stofnun sem tengist [[læknadeild]] en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfsemin er mjög fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í grunn- og þjónusturannsóknum, þ.e [[líffærameinafræði]], [[örverufræði]], [[ónæmisfræði]], [[sníkjudýrafræði]], [[lífefnafræði]] og [[sameindalíffræði]].
 
== Saga og hlutverk ==
Tilraunastöðin að Keldum, sem er háskólastofnun, tengd [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], tók til starfa haustið [[1948]]. Hún heyrir undir [[Menntamálaráðuneyti]]ð. Fyrsti forstöðumaður tilraunastöðvarinnar var [[Björn Sigurðsson]],<ref>[Guðmundur Pétursson. „Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?“. Vísindavefurinn 14.1.2011. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=58128]. (Skoðað 19.1.2011).</ref> [[læknir]].
 
[[Rockefellersjóðurinn]] lagði fram styrk<ref>[Guðmundur Pétursson. „Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?“. Vísindavefurinn 14.1.2011. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=58128]. (Skoðað 19.1.2011).</ref> til uppbyggingar Tilraunastöðvarinnar að Keldum, en henni var ætlað að bregðast við sauðfjárpestum sem borist höfðu til landsins með innflutningi [[Sauðfé|sauðfjár]] af svonefndu [[Karakúlfé|Karakúlkyni]] árið [[1933]]. Miðað er við að starfsemin hafi formlega verið hafin þann [[15]]. [[nóvember]] [[1948]]. Verkefni stöðvarinnar skyldu fyrst og fremst vera rannsóknir búfjársjúkdóma.
 
Í stjórn Keldna sitja fulltrúar læknadeildar, raunvísindadeildar, [[landbúnaðarráðuneytis]] og starfsmanna. Að Keldum starfa að jafnaði 60 manns. Keldur eiga í miklu rannsóknasamstarfi við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknaverkefni eru fjármögnuð með innlendum og erlendum styrkjum.
 
Forstöðumaður Keldna er Sigurður Ingvarsson (f. [[1956]]). Fyrrverandi forstöðumenn Keldna eru Björn Sigurðsson (f. [[1913]] -, d. [[1959]]), Páll Agnar Pálsson (f. [[1919]] -, d. [[2003]]), Guðmundur Georgsson, (f. [[1932]] -, d. [[2010]]), Guðmundur Pétursson (f. [[1933]]).
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Heimildir ==
* {{Vísindavefurinn|58128|Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?}}
== Tenglar ==
* [http://www.keldur.is Vefsíða Keldna]
* {{Vísindavefurinn|58128|Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?}}
 
{{Háskólasnið}}