„Nítíða saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kiwi (spjall | framlög)
m iw
Lína 3:
==Fyrirmyndir og hliðstæður==
 
Nítíða saga er hluti af íslenskri hefð sem talin er hefjast með [[Clári saga|Clári sögu]]. Hana á [[Jón biskup Halldórsson]] að hafa fundið „skrifaða með látínu í Frannz“<ref>''Clári saga'', bls. 1</ref> en hann var Skálholtsbiskup frá 1322 til 1339. AfEkkert upphafleguer latínusögunnivarðveitt eraf ekkertupphaflegu varðveittlatínusögunni en fræðimenn telja þó að hún hafi verið til.<ref>''Clári saga'', bls. XVIII - XXXI.</ref>
 
Clárus,<ref>Nöfn eru hér stafsett á sama hátt og í útgáfu Cederschiölds.</ref> sonur Þýskalandskeisara, verður ástfanginn af Sérénu, dóttur Frakkakonungs. Hún er bæði vitur og fögur og „sakir hennar vizku lýtr náliga at henni öll stjórn ríkisins jafnfram sjálfum konungi.“<ref>''Clári saga'', bls. 5.</ref> Clárus fer bónorðsför til hennar. Hún tekur honum vel í fyrstu og býður honum til veislu en þar niðurlægir hún hann með því að láta hann hella á sig eggjarauðu og hann verður frá að hverfa. Clárus er ósáttur við sinn hlut og fær læriföður sinn, meistara Pérús frá Arabíu, til að hjálpa sér. Pérús lætur smíða þrjá forkunnarfagra gripi sem Clárus siglir með til Frakklands. Nefnist hann nú Eskelvarð og segist vera prins af Blálandi.
Lína 11:
Pérus og Clárus taka nú til við að niðurlægja, blekkja og lúskra á Sérénu. Eftir að hún hefur þolað illa meðferð í eitt ár tekur Clárus hana loks til drottningar og sagan er úti.
 
Aðrar riddarasögur sem fjalla um meykónga eru allar taldar frumsamdar á Íslandi eftir að Clári saga var þýdd snemma á 14. öld. Þær sem taldar eru í þennan flokk eru [[Dínus saga drambláta]], Nítíða saga, [[Sigurðar saga þögla]], [[Sigurgarðs saga frækna]] og [[Viktors saga og Blávus]]. Þær eiga margt sameiginlegt. Meykóngurinn er alltaf falleg kona og miklum mannkostum búin en mjög treg til að ganga í hjónaband. Hún er venjulega grimmlynd og ágjörn og hefur yndi af því að leika á vonbiðla sína. Að lokum sigrast hetjan þó alltaf á henni og þau giftast hamingjusamlega. Áður þurfa þó hetjan og meykóngurinn að þola miklar raunir hvort af annars hálfu. Meykóngasögurnar eru mjög í ætt við aðrar frumsamdar riddarasögur að stíl, sögusviði og byggingu.
 
==Söguþráður==