„Amtsbókasafnið á Akureyri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bokasafn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Holmkell (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Amtsbókasafnið á Akureyri er nær 200 ára gömul stofnun. Eftir að hafa verið á húsnæðishrakningi í 140 ár fékk safnið loks viðunandi húsnæði við Brekkugötu 17 sem síðan hefur stækkað og er allt hið glæsilegasta.
 
Segja má að saga safnsins hefjist árið 1791 þegar [[Stefán_Þórarinsson|Stefán Þórarinsson]] amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag. Það félag lagðist af en [[Grímur_Jónsson|Grímur Jónsson]], amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal, tók við keflinu og stofnaði Eyfirska lesfélagið árið 1825. Tveimur árum síðar, árið 1827, var Amtsbókasafnið formlega stofnað.
 
Helsti bókakostur safnsins voru bækur úr Hinu norðlenska lestrarfélagi og bókagjafir sem margar hverjar komu frá [[Danmörk|Danmörku]]. Fyrsti amtsbókavörðurinn vann kauplaust og skaut jafnframt skjólshúsi yfir safnið. Þetta var Andreas Mohr sem bjó í Hafnarstræti 11, húsi sem nú er jafnan kallað Laxdalshús. Það er elsta hús Akureyrar.
 
Eftir að Mohr hætti sem amtsbókavörður var safnið á hrakhólum. Ekki rættist úr fyrr en 1849. Næsti viðkomustaður safnsins var Aðalstræti 40 þar sem safnið var í tíu ár. Það var um tíma einnig í Aðalstræti 46 og var loks flutt í nýtt þing- og varðhaldshúsi Akureyrarkaupstaðar í Búðargili árið 1875. Húsið var neðst í gilinu en það stendur ekki lengur. Friðbjörn Steinsson varð bókavörður.
Lína 13:
Lengi vel voru notendur fáir, aðeins um 20 til 30 fastagestir komu reglulega á safnið. Árgjald til lántöku bóka voru tvær krónur, sem námu um dagslaunum verkamanns á þeim tíma. Bókakosturinn var ekki við allra hæfi, sér í lagi ekki almennings en fæstar bókanna voru á íslensku. Mest var um bækur á dönsku en einnig voru bækur á þýsku, grísku og latínu. Árið 1894 var ákveðið að lána bækur endurgjaldslaust og við það jókst lestur mikið. Árgjaldið hafði fælt almenning frá mun meira en gert var ráð fyrir. Allar götur síðan þá hefur verið endurgjaldslaust fyrir bæjarbúa að fá lánaðar bækur.
 
Kaflaskil urðu í sögu safnsins þegar [[Akureyrarkaupstaður]] eignaðist það árið 1905. Kaupstaðurinn eignaðist safnið með því skilyrði að byggt yrði utan um það eldtraust geymsluhús auk lestrarstofu en mörg ár liðu þar til það varð að veruleika.
 
Safnið var um þetta leiti í Samkomuhús bæjarins. Þar var þó opnuð lesstofa í fyrsta sinn í sögu safnsins. Samkvæmt gestabókum voru námsmenn tíðir gestir á safninu sem og kennarar. Nokkrir gegndu stöðu amtsbókavarðar. Þekktastur er Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, sem hóf þar störf árið 1925 og gegndi hann embættinu í 27 ár.