„Söguljóð“: Munur á milli breytinga

118 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
ekkert breytingarágrip
No edit summary
No edit summary
[[Mynd:GilgameshTablet.jpg|right|thumb|Fleygrúnaspjald með [[Gilgamesharkviða|Gilgamesharkviðu]] á akkadísku.]]
'''Söguljóð''' ('''kviða''', '''hetjuljóð''', '''óðsaga''' eða '''epísk kvæði''') er oftar en ekki langt sagnrænt [[kvæði]] (''epos''), venjulega um hetjudáðir og atburði sem eru mikilvægir póstar einhvers menningarbrots eða [[þjóð]]ar. Algengt er að söguljóð eigi sér rætur í munnlegri hefð og [[Albert Lord]] og [[Milman Parry]] hafa sett fram rök að því að klassísk söguljóð hafi í grunninn verið í munnlegri geymd. Hvað sem um það er þá hafa söguljóð verið skrifuð niður síðan á tímum [[Hómer]]s, og verk [[Virgill|Virgils]], [[Dante Alighieri]] og [[John Milton]]s hefðu líklega ekki lifað hefðu þau ekki verið bókfest. Hin fyrstu söguljóð eiga sér undirstöðu í sjálfum sér, eins og [[Bjólfskviða]] og [[Ilionskviða]] og eru því ''frumkviður''. Söguljóð sem [[Eftirlíking|braga eftir]] þessum gömlu kviðum, eins og til dæmis ''[[Eneasarkviða]]'' Virgils eða ''[[Paradísarmissir]]'' Miltons eru aftur á móti þekkt sem ''síðkviður''. Önnur tegund af söguljóði er ''smákviðan'', sem er stutt sagnrænt kvæði með rómantískum eða goðsögulegum efnivið. [[Ovidius]] er oft talinn meistari þessa bókmenntaforms. Eitt dæmi um klasssíska smákviðu er þátturinn um [[Nísus]] og [[Evrýalus]] í 9. bók Enesarkviðu.
 
Óskráður notandi