„Slysavarnafélag Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
Í dag eru gerð út 14 björgunarskip allt í kringum landið auk fjölmargra minni björgunarbáta.
 
Árið 1947 stóð Slysavarnafélagið fyrir innflutningi á þyrlu til kynningar sem mögulegu björgunartæki. Röskum tveimur áratugum síðar, eða árið 1968, keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR.
 
Árið 1968 stóð Slysavarnafélagið fyrir stofnun Tilkynningaskyldu íslenskra skipa og rak þá þjónustu til ársins 2004. Stofnun Tilkynningaskyldunnar kom til í kjölfar þess að síldarbáturinn Stígandi fórst djúpt norðaustur í höfum í ágúst árið áður. Þá voru engar upplýsingar um ferðir skipa en þó var vitað að skipið væri á landleið. Farið var að óttast um skipið og hófst mikil leit. Rétt tæpum fimm sólarhringum eftir slysið fannst áhöfn skipsins á reki í björgunarbátum. Er þetta lengsti tími sem íslenskir sjómenn hafa þurft að dvelja í björgunarbátum svo vitað sé.