„Gísli Konráðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Gisli Konradsson.JPG|thumb|right|Minnismerki um Gísla Konráðsson við Glaumbæ í Skagafirði.]]
'''Gísli Konráðsson''' ([[18. júní]] [[1787]] – [[2. febrúar]] [[1877]]) var bóndi, alþýðufræðimaður og sagnaritari á [[19. öld]]. Eftir hann liggur geysilega mikil fróðleikur af ýmsu tagi og hafa sum verka hans verið gefin út að honum látnum.
 
== Æska og mótun ==
 
Gísli fæddist á [[Vellir í Vallhólmi|Völlum]] í [[Vallhólmur|Vallhólmi]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] og voru foreldrar hans Konráð Gíslason, bóndi og smiður á Völlum, og þriðja kona hans, Jófríður Björnsdóttir. Konráð var hreppstjóri og ágætlega stæður en Jófríður var á vergangi eftir [[Móðuharðindin]] þegar Konráð tók hana á heimili sitt 1785 og giftist henni skömmu síðar. Hann var þá á sjötugsaldri (f. 1722) en hún um tvítugt. Konráð dó 1798 og nokkru síðar giftist Jófríður aftur bróðursyni hans, Gottskálk Egilssyni. Hann var fæddur 1783 og var því rúmlega 60 ára aldursmunur á eiginmönnum Jófríðar.
 
Lína 11 ⟶ 10:
 
== Bóndi og fræðimaður ==
 
Þau hjón bjuggu á [[Löngumýri]] í Vallhólmi 1808 – 1817, Húsabakka í Vallhólmi 1817 – 1820 og á Ytra-Skörðugili á [[Langholt]]i 1820 - 1837. Öll árin reri Gísli suður á Álftanesi á [[vetrarvertíð]], vann að búi sínu á sumrin og skrifaði hvenær sem tóm gafst, auk þess sem hann orti mikið. Framan af skrifaði hann aðallega upp eftir bókum og handritum, auk þess sem hann sá um ýmsar skriftir fyrir hreppstjóra, presta og aðra embættismenn í nágrenninu.
 
Lína 21 ⟶ 19:
 
== Atvinnufræðimaður í Flatey ==
 
Efemía kona Gísla dó vorið 1846 og árið 1850 fluttu hann og Indriði yngsti sonur hans vestur í [[Króksfjörður|Króksfjörð]] og þurfti þrjá hesta til að flytja bækur Gísla. Fljótlega eftir að hann kom vestur komst hann í kynni við konu, Guðrúnu Arnfinnsdóttur, en ættingjum hans mun ekki hafa líkað það og varð úr að þau fluttu út í [[Flatey á Breiðafirði]] og giftust þar 1851. Þau áttu einn son sem dó nokkurra ára gamall og var Guðrún þá dáin. Í brúðkaupinu voru ýmsir embættismenn og höfðingjar úr Breiðafjarðarbyggðum og varð að samkomulagi að Gísli ánafnaði [[Framfarastiftun Flateyjar]] bókasafni sínu gegn framfærslu þeirra hjóna til æviloka.
 
Lína 27 ⟶ 24:
 
== Verk ==
 
Gísli var geysilega afkastamikill og liggur eftir hann ógrynni verka, frumsaminna, þýddra og uppskrifaðra. Hann skrifaði upp annála, ættartölur, þjóðsögur, sagnaþætti og héraðssögur. Hann varð einhver mesti fræðimaður Íslendinga úr hópi óskólagenginna manna. Hann var líka skáld, orti [[ríma|rímur]] og [[lausavísa|lausavísur]]. Nær ekkert af verkum hans kom út að honum lifandi nema Andrarímur en töluvert hefur verið gefið út síðan, meðal annars þessi verk: