„Nykur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
== Þjóðtrúin ==
Nykur er samkvæmt [[þjóðtrú]]nni bæði að finna í ám og stöðuvötnum og jafnvel sjó. Þegar sprungur koma í ísa á stöðuvötnum að vetri til verða stundum dunur miklar, þá er sagt að ''nykurinn hneggi''. Nykurinn reynir gjarnan að tæla menn á bak sér. Þeir sem fara á bak sitja þar fastir með einhverjum hætti en nykurinn hleypur óðar að vatninu þar sem hann á sér óðal og steypir sér á kaf og drekkir þem sem á honum situr. Hann þolir ekki að heyra nafn sitt nefnt, en heyri hann það tekur hann viðbragð og hleypur í vatnið. Það hefur borið við að hann hafi [[fylja]]ð merar af hestakyni. Það einkennir alla þá hesta sem eru undan nykri að þeir leggjast niður ef þeim riðið eða þeir bera bagga yfir vatnsfall sem vætir kvið þeirra. Fjölmörg örnefni tengd nykrinum eru til um land allt, s.s. [[Nykurtjörn]], [[Nykurvatn]], [[Nykurpyttur]] og mörg fleiri.
 
== Biblían ==
Í [[Biblía 20. aldar|biblíu 20. aldar]], nánar til tekið í [[Job]] 40.15-24 í Gamla testamentinu, er talað um nykur. Það er einhverskonar tilraun til að þýða hið hebreska orð, [[behemot]], sem notað er í ýmsum erlendum þýðingum. Það hefur verið túlkað sem hinar ýmsu skepnur meðal fræðinga, allt frá [[Flóðhestur|flóðhesti]], [[Krókódíll|krókódíl]], [[Vatnavísundur|vatnavísundi]] og [[Fornfíll|fornfíli]], og sumir hafa jafnvel viljað meina að behemot hafi verið [[Risaeðlur|risaeðla]].
{{Tilvitnun2|
:Sjá, nykurinn sem ég hefi skapað eins og þig,
:hann etur gras eins og naut.
:Sjá, kraftur hans er í lendum hans
:og afl hans í kviðvöðvunum.
:Hann sperrir upp stertinn eins og sedrustré,
:lærsinar hans eru ofnar saman.
:Leggir hans eru eirpípur,
:beinin eins og járnstafur.
:Hann er frumgróði Guðs verka,
:sá er skóp hann, gaf honum sverð hans.
:Fjöllin láta honum grasbeit í té,
:og þar leika sér dýr merkurinnar.
:Hann liggur undir lótusrunnum
:í skjóli við reyr og sef.
:Lótusrunnarnir breiða skugga yfir hann,
:lækjarpílviðirnir lykja um hann.
:Sjá, þegar vöxtur kemur í ána, skelfist hann ekki,
:hann er óhultur, þótt fljót belji á skolti hans.
:Getur nokkur veitt hann með því að ganga framan að honum,
:getur nokkur dregið taug gegnum nasir hans?
}}
 
== Heimildir ==