„Björn Jónsson á Melstað“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Björn Jónsson''' (um 1506? – [[7. nóvember]] [[1550]]) prestur á [[Melstaður|Melstað]] í [[Miðfjörður|Miðfirði]] var sonur [[Jón Arason|Jóns Arasonar]] biskups og [[Helga Sigurðardóttir (f. um 1485)|Helgu Sigurðardóttur]] fylgikonu hans.
 
Björn og [[Ari Jónsson lögmaður|Ari lögmaður]] bróðir hans fylgdu föður sínum eftir í flestum málum en sagt var að Björn hefði jafnan hvatt hann til stórræða en Ari fremur latt hann. Ari var líka sagður mun vinsælli en Björn, bæði meðal fylgismanna og fjandmanna þeirra feðga. Björn varð prestur á Melstað [[1534]] og hafði einnig [[Staðarbakki|Staðarbakka]] frá [[1547]]. Þegar Helgi Hallvarðsson, síðasti ábótinn í [[Þingeyraklaustur|Þingeyraklaustri]], var skikkaður til að fara í [[suðurganga|suðurgöngu]] til [[Róm]]ar vegna barneignar árið [[1539]] var Björn settur til að gegna ábótastarfinu á meðan og eftir að Helgi lét af störfum [[1549]] vegna elli og sjúkleika tók Björn við stjórn klaustursins þótt hann yrði ekki ábóti.
Lína 5:
Haustið 1549 ákvað Jón biskup að láta til skarar skríða gegn andstæðingum sínum og sendi þá Ara og Björn suður til að handtaka [[Marteinn Einarsson|Martein Einarsson]] biskup og færðu þeir hann norður í land og höfðu í haldi um veturinn. Vorið eftir riðu biskup og synir hans til [[Alþingi]]s með fjölmennt lið. Eftir þinglok fóru þeir svo í Skálholt og einnig í [[Viðeyjarklaustur|Viðeyjar]]- og [[Helgafellsklaustur]] og endurreistu þau. Um haustið riðu þeir svo vestur í Dali og ætluðu að ráða niðurlögum [[Daði Guðmundsson|Daða]] í [[Snóksdalur|Snóksdal]]. Þeir komu að [[Sauðafell]]i þar sem Daði átti bú og biðu þar um tíma en á meðan safnaði Daði liði og tókst að króa feðgana af í kirkjugarðinum á Sauðafelli og handtaka þá. Þeir voru svo fluttir í [[Skálholt]] og höggnir þar 7. nóvember.
 
Sagt er að Björn hafi borið sig illa, þegar hann var leiddur til höggs, öfugt við Ara, og sagt: „Æ og æ, börnin mín, bæði ung og mörg.“ Og víst er það að hann var barnmargur. Fylgikona hans var Steinunn Jónsdóttir (um 1515 – eftir 1593), dóttir [[Jón Magnússon ríkiá Svalbarði|Jóns ríka Magnússonar]] á [[Svalbarð]]i á [[Svalbarðsströnd]] og konu hans, [[Ragnheiður Pétursdóttir á rauðum sokkum|Ragnheiðar á rauðum sokkum]], dóttur [[Pétur Loftsson|Péturs Loftssonar]] sýslumanns í Djúpadal í Eyjafirði. Á meðal systkina Steinunnar voru þeir [[Magnús Jónsson prúði|Magnús prúði]] og [[Staðarhóls-Páll]]. Steinunn og Björn áttu sjö börn sem upp komust: [[Jón Björnsson á Holtastöðum|Jón]] sýslumann á [[Holtastaðir|Holtastöðum]] (1538 – 1613), Bjarna bónda á [[Brjánslækur|Brjánslæk]] (um 1540 – eftir 1616), Árna bónda á [[Sauðafell]]i (um 1540 - um 1590), Magnús bóndi á Hofi á Höfðaströnd o.v. (1541 – eftir 1625), Ragnheiður (f. um 1545), kona Sigurðar Bjarnasonar lögréttumanns á [[Stokkseyri]] og formóðir Stokkseyrarættar, Halldóra (f. um 1545), kona Bjarna Pálssonar á Skriðu í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]], og [[Teitur Bjönsson|Teitur]] (um 1549 – 1619), lögréttumaður á [[Hof í Vatnsdal|Hofi í Vatnsdal]] og Holtastöðum í Langadal.
 
Eftir lát Björns giftist Steinunn Ólafi Jónssyni bónda í Snóksdal, dóttursyni [[Gottskálk Nikulásson|Gottskálks biskups Nikulássonar]], og síðast [[Eggert Hannesson|Eggert Hannessyni]] lögmanni.
 
== TenglarHeimildir ==
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4374341|titill=Aftaka Jóns biskups, Björns og Ara. Fálkinn, 17. tbl. 1959.}}
 
[[Flokkur:Íslenskir prestar]]
[[Flokkur:16. öldin]]
[[Flokkur:Íslenskir prestar]]
[[Flokkur:Siðaskiptaöld]]
{{d|1550}}