„Páll Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Hólaskóli - Endret lenke(r) til Hólaskóli (1106-1802)
Navaro (spjall | framlög)
m Flokkar
Lína 1:
'''Páll Björnsson''' ([[1621]] – [[23. október]] [[1706]]) var [[prófastur]] í [[Selárdalur|Selárdal]] á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]]. Hann var sonur [[Björn Magnússon|Björns Magnússonar]] sýslumanns á [[Bær á Rauðasandi|Bæ á Rauðasandi]] og Helgu dóttur [[Arngrímur lærði|Arngríms lærða]]. Hann varð stúdent frá [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] [[1641]] og lærði við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] til [[1644]] þegar hann sneri aftur til [[Ísland]]s.
 
Eftir heimkomuna var hann einn vetur [[rektorskólameistari]] við Hólaskóla en fékk Selárdal árið eftir sem hann hélt til æviloka. Brátt varð hann einnig prófastur í [[Barðastrandarprófastsdæmi]]. Hann giftist [[1646]] Helgu Halldórsdóttur. Hann var talinn með lærðustu mönnum á Íslandi á sínum tíma, kunni bæði [[gríska|grísku]] og [[hebreska|hebresku]], mikill ræðuskörungur og búmaður, auk þess sem hann gerði út marga smábáta og skútur.
 
Um áramótin [[1668]]-[[1669]] veiktist Helga af ókennilegum sjúkdómi og lá veik fram á sumarið. Á sama tíma kom mikill [[draugagangur]] yfir bæinn þannig að fólk þurfti að flýja staðinn um tíma. Helga benti á Jón Leifsson sem orsök vandræðanna. Hann var snarlega dæmdur fyrir [[galdur]] af [[Eggert Björnsson ríki|Eggerti Björnssyni]] sýslumanni, hálfbróður Páls, og brenndur á báli. Fleiri galdramál fylgdu í kjölfarið, en sagt var um Helgu að hún hafi verið eyðslusöm og drykkfelld. [[Selárdalsmál]] stóðu til [[1683]] og kostuðu sjö manns lífið. Síðasta brennan varð til þess að þaðan í frá voru allir líflátsdómar sendir til staðfestingar í [[Kaupmannahöfn]], en eftir það var enginn brenndur á báli fyrir galdur.
 
Páll skrifaði og þýddi mikið af guðfræðiritum og skrifaði biblíuskýringar. [[1674]] skrifaði hann ''[[Kennimark Kölska]]'' (''Character Bestiæ'') sem fjallaði um [[djöflatrú]].
 
[[Flokkur:Galdramál á Íslandi]]
[[Flokkur:Íslenskir prestar]]
[[Flokkur:Svalbarðsætt]]
{{fd|1621|1706}}