„Johnny Cash“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 193.4.142.225 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Luckas-bot
Lína 7:
 
Árið [[2005]] var frumsýnd verðlaunamyndin [[Walk the Line]] sem byggð er á lífi Cash og stormasömu hjónabandi hans og tónlistarkonunnar [[June Carter Cash]].
 
== Uppeldisárin ==
J.R. Cash fæddist í Kingsland í Arkansas árið 1932, fáeinum árum eftir að kreppan mikla skall á. Um veturinn árið 1935, þegar J.R. var þriggja ára, fluttist fjölskyldan á eitt af bóndabýlunum í Dyess sem ríkisstjórn Franklins D. Roosevelts úthlutaði fjölskyldum sem áttu um sárt að binda vegna heimskreppunnar. Cash fjölskyldan fluttu inn í hús númer 266, á þessu nýja heimili þeirra ræktuðu þau bómull og J.R. ólst upp við vinnu á bómullarakrinum allt þar til hann lauk gagnfræðaskólaprófi en þá flutti hann að heiman.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>
J.R. átti sex systkini og af þeim leit hann sennilega mest upp til eldri bróður síns Jack. Þegar J.R. var ungur dreymdi hann að engill hefði heimsótt hann í draumi og sagt honum að bróðir hans, Jack, mundi deyja en það væri áætlun Guðs og einhvern daginn mundi hann skilja að svo væri. Tveimur vikum seinna var hann dáinn. Jack vann inn tekjur fyrir fjölskylduna við að saga timbur á borðsög fyrir landbúnaðarskóla héraðsins en þann örlagaríka dag 12. maí 1944 lenti Jack í mjög alvarlegu slysi. Hann hafði lent í söginni og dregist með henni yfir borðið en við það hlaut hann skurð allt frá bringu niður að nára. Ótrúlegt en satt þá lét hann ekki lífið samstundis heldur tórði í átta daga eftir slysið sem veitti fjölskyldunni færi á því að kveðja. Jack hafði verið órólegur daginn sem slysið varð og fannst einsog eitthvað ætti eftir að gerast. Mamma hans tók eftir þessu og bað hann um að fara ekki í vinnuna og það gerði J.R. líka, hann bað hann að koma með sér að veiða, en Jack var samviskusamur og fór því í vinnuna. Þar sem Jack var í eins miklum metum hjá J.R. og raun ber vitni þá hafði slysið mikil áhrif á J.R. til frambúðar.<ref>Dave Urbanski (2003): 13-18.</ref>
 
== Röddin ==