„Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ebrambot (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Seal_of_the_Speaker_of_the_US_House_of_Representatives.svg|200px|thumb|right| Skjaldarmerki embættis forseta [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings|fulltrúadeildarinnar]].]]
'''Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings''', er æðsta embætti neðri deildar [[Bandaríkjaþing|bandaríkjaþings]], [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings|fulltrúadeildarinnar]]. Embættið er grundað í fyrstu grein [[stjórnarskrá Bandaríkjanna|stjórnarskrár Bandaríkjanna]] og hefur því embættið verið til staðar frá fullgildingu stjórnarskráarinnar árið [[1789]]. Samkvæmt stjórnarskrá er forseti fulltrúadeildarinnar næstur í röðinni á eftir [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforseta Bandaríkjanna]] til að taka við stöðu [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] skyldi hann deyja, segja af sér, eða á einhvern hátt vera leystur frá störfum. Núverandi forseti fulltrúadeildarinnar er [[Nancy Pelosi]], en hún er fyrsta konan sem gegnir embættinu og tók hún við embættinu þann [[4. janúar]], [[2007]].
 
== Kosning forseta fulltrúadeildarinnar ==
Allir þeir flokkar sem sitja í fulltrúadeild þingsins tilnefna frambjóðenda á sínum vegum til embættisins. Fyrsta dag hvers þings er kosið um forseta og þarf hreinan meirihluta til að hljóta kosningu. Þess ber að geta að samkvæmt stjórnarskrá er ekki skilyrði að kjörinn forseti sé þingmaður. Hinsvegar hefur það aldrei gerst að kjörinn forseti sé ekki sitjandi þingmaður <ref> {{cite book | author= Remini, Robert V. | title = The House: the history of the House of Representatives | publisher = Smithsonian Books in association with HarperCollins | year = 2006 | isbn = 0060884347, 9780060884345}}</ref>.
 
Oftast er sá háttur á að forseti fulltrúadeildarinnar kemur frá þeim flokki sem situr í meirihluta. Þó hefur það gerst að forsetinn komi úr röðum flokks sem er í minnihluta innan deildarinnar. Þetta er þó ekki algengt, þar sem ætlast er til þingmenn kjósi þann frambjóðanda sem að tilnefndur hefur verið af eigin flokki. Í þeim tilvikum þar sem þingmaður kýs ekki þann sem hefur verið valinn af eigin flokki til framboðs er ætlast til þess að þingmaðurinn kjósi annan einstakling úr eigin flokki eða sitji hjá. Ef að þingmaður kýs ekki eftir flokkslínum á hann í hættu að missa starfsaldurstengd forréttindi. Seinast átti slíkt sér stað þegar kosið var til forseta fulltrúadeildarinnar árið [[2000]]. Þá notaði [[Demókrataflokkurinn|demókratinn]] [[James Traficant]] atkvæði sitt til að kjósa tilnefningu [[Repúblikanaflokkurinn|repúblikana]], [[Dennis Hastert]]. Traficant var þá refsað af demókrötum á þann hátt að hann missti öll starfsaldurstengd forréttindi ásamt því að vera leystur frá öllum nefndarstörfum á vegum flokksins. Síðar var Traficant ákærður og dæmdur fyrir að þiggja mútur, svíkjast undan skatti, misbeita valdi sínu og fjárkúga<ref> {{cite news | title = Traficant guilty of bribery, racketeering | date = [[12. apríl]], [[2002]] | url = http://archives.cnn.com/2002/LAW/04/11/traficant.trial/ | work = CNN.com }}</ref>.
 
== Upphafsár embættisins ==
Fyrsti forseti fulltrúadeildarinnar var [[Frederic Muhlenberg]] sem sat á þingi fyrir Federalista, sambandsstjórnarsinna. Muhlenberg gegndi embættinu frá [[1789]] til [[1791]] og aftur frá [[1793]] til [[1795]]<ref> {{cite journal | title = Oswald Seidensticker, "Frederick Augustus Conrad Muhlenberg, Speaker of the House of Representatives, in the First Congress, 1789 | journal = Pennsylvania Magazine of History and Biography | date = 1889 | author= Seidensticker, Oswald | volume = 13 | issue = 2 | pages = 184-206| }}</ref>. Það var hins vegar í höndum [[Henry Clay]] að völd og áhrif embættisins jukust, en Clay var kjörinn forseti fulltrúadeildar árið [[1811]] og gegndi hann embættinu í þrígang með hléum á milli. Clay notaði forsetaembættið til að stýra málum innan þingsins með það að markmiði að ná fram þeim breytingum sem hann var hlynntur. Það er í valdatíð Clay að forseti fulltrúadeildar verður að málefnalegum leiðtoga innan [[Bandarísk stjórnmál|bandarískra stjórnmála]].<ref> {{cite journal | title = The Clay Speakership Revisited | journal = Polity | date = 2000 | author= Strahan | coauthors = Moscardelli, Haspel, Moshe & Wike | volume = 32 | issue = 4 | pages = 561-593| }}</ref>
 
Það ber að nefna að Clay hafði til að mynda mikil áhrif á niðurstöðu kosninganna til embættis [[Forseti Bandaríkjanna|forseta Bandaríkjanna]] árið [[1824]]. Enginn frambjóðenda hlaut meirihluta kjörmanna í þeirri kosningu og samkvæmt stjórnarskrá var það því í höndum fulltrúadeildar að kjósa forseta Bandaríkjanna. Ákvörðun Clay að styðja [[John Quincy Adams]] er talin hafa ráðið úrslitum í því að Adams sigraði.
 
== Flokkshollusta forsetans ==
Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir engar kröfur til forseta fulltrúadeildarinnar er snúa að hlutleysi og hefur sú hefð myndast í gegnum tíðina að forsetinn er flokkshollur. Slíkt er í skarpri andstæðu við, til að mynda, forseta neðri-málstofu [[Breska þingið|breska þingsins]]. Forseti fulltrúadeildarinnar telst leiðtogi flokks síns innan þingsins og er staðan jafnan talin sú valdamesta innan flokksins. Forsetinn stýrir málum í lagasetningu en hefur hefur jafnframt kosningarétt og ávarpsrétt þó að mjög sjaldgæft að forsetinn kjósi um málefni eða taki þátt í umræðum á þingi.
 
== Heimildir ==
 
<div class='references-small'><references/></div>
==Heimildir==
<div class='references-small'>
<references/>
</div>
 
[[Flokkur: Bandarísk stjórnmál]]