„Karl 9. Frakkakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Smáviðbætur
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 21:
Karl konungur hafði samþykkt morðin mjög nauðugur og ofbauð það sem hann sá og heyrði af; hann sagðist heyra neyðaróp hinna myrtu stöðugt fyrir eyrunum og kenndi ýmist sjálfum sér eða móður sinni um. Hann hafði aldrei verið heilsuhraustur, var líklega með [[berklar|berkla]], og vorið [[1574]] var hann farinn að hósta blóði. Hann dó 30. maí og var þá 24 ára.
 
Karl 9. giftist [[Elísabet af Austurríki|Elísabetu af Austurríki]] [[26. nóvember]] [[1570]] og átti með henni eina dóttur sem dó sex ára að aldri. Þar sem konur gátu ekki erft frönsku krúnuna varð bróðir hans, [[Hinrik 3. FrakkakonungurHinrikFrakkakonungur|Hinrik]] hertogi af Anjou, konungur. Karl átti líka óskilgetinn son, Karl hertoga af Angoulême.
 
Karl var mikill áhugamaður um veiðar og skrifaði bók um það efni, ''La Chasse Royale'', sem þó var ekki gefin út fyrr en [[1625]] en þykir merk heimild.