„Blanka af Kastilíu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Blancheofcastile.jpg|thumb|right|Blanka af Kastilíu, Frakklandsdrottning.]]
'''Blanka af Kastilíu''' ([[4. mars]] [[1188]] – [[26. nóvember]] [[1252]]) var konungsdóttir frá [[Konungsríkið Kastilía|Kastilíu]], drottning [[Frakkland]]s frá [[1223]] til [[1226]] og síðan ríkisstjóri fyrir [[Loðvík 9.]] son sinn þar til hann varð fullveðja.
 
Blanka var dóttir [[Alfons 8. Kastilíukonungur|Alfons 8.]], konungs Kastilíu, og [[Elinóra Kastilíudrottning|Elinóru]] drottningar, sem var dóttir [[Hinrik 2. Englandskonungur|Hinriks 2]]. Englandskonungs og [[Elinóra af Akvitaníu|Elinóru af Akvitaníu]]. Þegar Filippus 2. Frakkakonungur og [[Jóhann landlausi]] Englandskonungur, móðurbróðir Blönku, sömdu frið sín á milli árið [[1200]] var eitt af ákvæðum samningsins að [[Loðvík 8. Frakkakonungur|Loðvík]], krónprins Frakklands, skyldi giftast dóttur Elinóru. Upphaflega mun Urraca, systir Blönku, hafa átt að vera brúðurin en þegar Elinóra amma þeirra kom til Kastilíu að sækja hana var það álit hennar að Blanka yrði hentugri Frakklandsdrottning og hún fór því með hana til Frakklands í staðinn vorið 1200. Loðvík krónprins og Blanka gengu í hjónaband [[23. maí]] árið 1200 og voru þá bæði tólf ára að aldri.