„Kristófer 2.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Tenglar.
Navaro (spjall | framlög)
m Tengill.
Lína 1:
[[Mynd:Christoffer den Andens segl (bagside).png|thumb|right|Innsigli Kristófers 2. (bakhlið).]]
'''Kristófer 2.''' ([[29. september]] [[1276]] – [[2. ágúst]] [[1332]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] [[1320]]-[[1326]] og aftur [[1329]]-[[1332]]. Hann var sonur [[Eiríkur klipping|Eiríks klippings]] og [[Agnes af Brandenborg|Agnesar af BrandenburgBrandenborg]] og tók við ríkjum eftir lát eldri bróður síns, [[Eiríkur menved|Eiríks menved]].
 
Kristófer var hertogi af [[Láland]]i og [[Falstur|Falstri]] [[1289]]-[[1301]], hertogi af [[Eistland]]i [[1303]]-[[1307]] og hertogi af [[Halland]]i og [[Sámsey]] [[1307]]-[[1315]]. Þá varð hann að flýja land vegna þátttöku í samsæri um að koma Eiríki bróður hans frá völdum. Árið [[1318]] tók hann þátt í öðru samsæri með landflótta aðalsmönnum og erkibiskupinum Esger Juul og reyndu þeir að ráðast inn í [[Skánn|Skán]] en höfðu ekki erindi sem erfiði. En í nóvember 1319 dó Eiríkur og þá stóð Kristófer næstur til ríkiserfða þar sem ekkert af fjórtán börnum Eiríks hafði komist á legg. Sagt er að Eiríkur hafi í banalegunni varað við því að bróðir hans yrði valinn konungur en danskir aðalsmenn munu hafa talið að þeir hefðu betri tök á Kristófer, sem þótti veiklundaður, en [[Eiríkur 2. af Slésvík|Eiríki 2.]] hertoga af [[Slésvík]], sem einnig kom til greina. Kristófer undirritaði heitbréf, þar sem hann lofaði meðal annars að létta á skattaáþján, [[25. janúar]] [[1320]] og var hylltur á landsþingunum en ekki krýndur fyrr en [[1324]]. Eiríkur sonur hans var þá krýndur sem meðkonungur.