„Berengaría af Navarra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ro:Berengaria de Navara
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Berengaría af Navarra''' (um [[1165]] – [[23. desember]] [[1230]]) var drottning [[England]]s frá [[1191]]-[[1199]], kona [[Ríkharður ljónshjarta|Ríkharðs ljónshjarta]] Englandskonungs. Hún kom þó aldrei til Englands á meðan hún var drottning.
 
Foreldrar Berengaríu voru [[Sancho 46.]], konungskonungur [[Konungsríkið Navarra|Navarra]], og kona hans, [[Sancha af Kastilíu]]. Lítið er vitað um uppvöxt hennar eða kynni þeirra Ríkharðs en þau munu þó hafa hist einu sinni, mörgum árum fyrir brúðkaup sitt. Berengaría var orðin hálfþrítug þegar þau giftust en á þessum öldum var algengt að konungsdætur giftust á barnsaldri og svo var til dæmis um allar alsystur Ríkharðs.
 
Ríkharður hafði sjálfur verið heitbundinn [[Alísa af Frakklandi|Alísu]] systur [[Filippus 2. Frakkakonungur|Filippusar 2.]] Frakkakonungs, frá því að hann var tólf ára og hún níu og var hún alin upp við ensku hirðina. Þau höfðu þó aldrei gifst en það orð lék á að Alísa hefði verið hjákona föður Ríkharðs, [[Hinrik 2. Englandskonungur|Hinriks 2.]] Þegar Ríkharður og Filippus bróðir Alísu höfðu viðdvöl á [[Sikiley]] í [[Þriðju krossferðinni]] sömdu þeir um að trúlofuninni skyldi slitið en þá hafði hún varað í meira en 20 ár.
Lína 18:
 
[[Flokkur:Drottningar Englands]]
[[Flokkur:Konungsdætur frá Navarra]]
{{fd|1165|1230}}