„Ríkharður ljónshjarta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 28:
Ríkharður og Filippus komu til [[Sikiley]]jar í september 1190. [[Vilhjálmur 2. Sikileyjarkonungur|Vilhjálmur 2.]] Sikileyjarkonungur var þá nýlega látinn og frændi hans, [[Tancred Sikileyjarkonungur|Tancred]] af Lecce, hafði hrifsað völdin og fangelsað ekkju Vilhjálms, [[Jóhanna Sikileyjardrottning|Jóhönnu]] drottningu, sem var systir Ríkharðs. Ríkharður fékk hana látna lausa en fékk ekki arf sem hún átti rétt á afhentan. Ríkharður brást reiður við, réðist á [[Messína]] og lagði borgina undir sig. Tancred gafst þó ekki upp fyrr en í mars [[1191]] og gerðu þeir þá samning sem fól í sér að Jóhanna fékk peningagreiðslu í stað lands sem hún hafði átt að erfa. Ríkharður útnefndi [[Arthúr hertogi af Bretagne|Arthúr]] hertoga af Bretagne, son Geoffreys bróður síns, sem erfingja sinn og Tancred hét að gifta honum eina af dætrum sínum.
 
Þeir Rikharður og Filippus dvöldu áfram á Sikiley um hríð en við það fór spenna á milli þeirra vaxandi. Að lokum ákváðu þeir að setjast niður og ræða ágreining sinn og tókst þá með þeim samkomulag sem fól meðal annars í sér að trúlofun Ríkharðs og Alísu var slitið en þá var 21 ár síðan hún var ákveðin. Raunar var Ríkharður þá þegar heitbundinn [[Berengaría af Navarra|Berengaríu]] af [[Konungsríkið Navarra|Navarra]] og hún var kominn til hans á Sikiley.
 
Ríkharður sigldi svo frá Messína áleiðis til [[Akkó]] í [[Landið helga|Landinu helga]] en óveður tvístraði flotanum á leiðinni og skipið sem flutti Berengaríu og Jóhönnu Sikileyjardrottningu, systur Ríkharðs, hraktist til [[Kýpur]], þar sem stjórnandi eyjarinnar, [[Ísak Komnenos]], hafði þær í haldi. Ríkharður hertók eyjuna með hjálp ýmissa krossfara sem komið höfðu þangað frá Landinu helga, steypti Ísak Komnenos af stóli og frelsaði konurnar. Síðan var brúðkaup þeirra Berengaríu haldið í [[Limassol]] á Kýpur, [[12. maí]] [[1191]].