„Ríkharður Daðason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
|lluppfært=1. október 2010
}}
'''Ríkharður Daðason''' (fæddur [[26. apríl]] [[1972]]) er fyrrverandi íslenskur [[knattspyrna|knattspyrnumaður]]. Á unglingsárum Ríkharðs var hann jafnframt hæfileikaríkur [[Handknattleikur|handboltaleikmaður]]. Hann hóf feril sinn í [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]] og fluttist síðar til [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]] þar sem hann varð topp markaskorari í [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|íslensku deildinni]] árið [[1996]]. KR ferill hans tók óvænta stefnu, þegar hann fluttist til [[Grikkland]]s, í janúar [[1997]]. Sú dvöl var þó stutt, og hann kom aftur til KR. Árið [[1998]] fluttist hann til [[Viking Fotballklubb]] í [[Stafangur|Stafangri]] í [[Noregur|Noregi]], og eftir að hafa skorað 15 mörk eða fleiri þrjú tímabil í röð var hann fenginn í [[Stoke City]], sem á þeim tíma keypti marga íslenska leikmenn. Ríkarður átti í erfiðleikum með að spila reglulega með Stoke og hélt til [[Noregur|Noregs]]. Frá og með [[2004]] lék hann aftur og enn einu sinni með Fram. Ríkarður var fyrst valinn í [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|landslið Íslands]] í maí [[1991]], í vinarleik á móti [[Malta|Möltu]] í skiptingu fyrir Grétar Einarsson. Hann lék síðasta alþjóðlega leik sinn árið [[2003]], hefur leikið 44 sinnum og skorað 14 mörk fyrir landsliðið. Ríkharður skoraði minnistætt mark gegn [[Frakkland]]i, sem voru nýlega orðnir heimsmeistarar, þann fimmta september, [[1998]]. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.
[[Ragnheiður Ríkharðsdóttir]] alþingismaður er móðir Ríkharðs.