„Fornfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Lína 20:
 
=== Fornaldarsaga ===
CLASSIC
[[Mynd:Venus temple villa Adriana.jpg|thumb|right|170px|Venusarhofið við Villa Adriana í Tívolí.]]
Sumir fornfræðingar byggja á sögulegum frásögnum í rituðum heimildum og styðjast við niðurstöður klassískrar textafræði og sögulegra málvísinda, fornleifafræði og listasögu til þess að afla þekkingar á sögu og menningu fornþjóða. Þeir rannsaka bæði ritaðar heimildir og fornleifar til að segja sögu fornaldar. Því miður eru heimildir oft af skornum skammti og því er lítið vitað um marga hluti, atburði og þjóðfélagshópa. Þannig reyna fornfræðingar nú að fylla í eyðurnar til að öðlast skilning á lifnaðarháttum og aðbúnaði kvenna í fornöld, þræla og ýmissa annarra hópa. Annar vandi er sá að heimildir eru oft rýrari um suma hluti en aðra. Til dæmis var [[Sparta]] nokkurs konar stórveldi í Grikklandi hinu forna, en tiltölulega fáar heimildir eru til um Spörtu. Á hinn bóginn eru miklu fleiri heimildir um helsta andstæðing Spörtu, [[Aþena|Aþenu]]. Á sama hátt varð útþensla [[Rómaveldi]]s til þess að færri heimildir eru til um eldri menningu, til dæmis [[Etrúrar|Etrúra]].
 
Nálgun fornaldarsagnfræðinga er marvísleg. Sumir fást einkum við hagsögu en aðrir einbeita sér að menningarsögu eða trúarbragðasögu, þ.e. rannsaka og segja sögu fornþjóðanna út frá menningarlegum eða trúarlegum hugtökum (til dæmis sæmd og skömm, réttindi, guðdómleiki, dýrkun og fórnarsiðir).
 
=== Fornleifafræði ===