„Fornfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Lína 52:
 
=== Samtíminn ===
CLASSIC
Nú á dögum eru til fræðilegar útgáfur flestra texta klassískra bókmennta ásamt textafræðilegum og handritafræðilegum skýringum. Þó eru enn handrit og papýrusbrot sem hafa ekki verið borin saman við þann texta sem liggur til grundvallar mörgum útgáfum. Fornfræðingar vinna enn að því að ritstýra textum og beita bæði [[textarýni]] og aðferðum handritafræðinnar til að ákvarða réttan texta. Flestir „kanonískir“ höfundar hafa nú verið þýddir yfir á þjóðtungurnar. Fjölmargir textar utan „kanonunnar“ svonefndu eru þó enn ófáanlegir í fræðilegum útgáfum og eru enn óþýddir, ekki síst textar frá síðfornöld.
 
Auk þess að ritstýra fræðilegum útgáfum klassískra texta og gefa út þýðingar fjalla fornfræðingar fræðilega um klassískar bókmenntir og bókmenntasögu og beita [[bókmenntarýni]]. Þeir fást einnig við fornaldarsögu, fornleifafræði og fornaldarheimspeki. Á [[20. öld]] hafa margir háskólar komið á samvinnu milli fornfræðideilda og annarra deilda, svo sem sagnfræði-, fornleifafræði-, heimspeki-, bókmenntafræði- og málvísindadeilda.
 
== Fornfræðingar ==