„Fornfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Biggi123456789 (spjall | framlög)
Lína 38:
== Saga fornfræðinnar ==
=== „Klassík“ ===
CLASSIC
Fornfræðin, sem nefnist einnig klassísk fræði (sbr. [[Enska|e]]. „classics“), fjallar um [[Klassísk fornöld|klassíska fornöld]]. Orðið „klassík“ er komið af [[Latína|latneska]] [[lýsingarorð]]inu ''classicus'' sem merkir eitthvað „sem tilheyrir yfirstéttinni“. Orðið kemur fyrst fyrir hjá rómverska rithöfundinum [[Aulus Gellius|Aulusi Gelliusi]], sem var uppi á [[2. öld]]. Í riti sínu ''Noctes Atticae'' (''Attíkunætur'' 19.8.15) lýsir hann rithöfundi nokkrum sem svo að hann sé ''classicus scriptor, non proletarius'' („hástéttarhöfundur en ekki lágstéttarhöfundur“).
 
Þessi venja hófst hjá Grikkjum en þeir röðuðu gjarnan höfundum sínum og menningarfyrirbærum í tignarröð. Orðið sem þeir notuðu var ''kanon'', sem þýðir mælistika. Höfundar sem töldust tilheyra „kanonunni“ kallast „kanonískir“ höfundar. Þeir varðveittust frekar en aðrir höfundar því þeir þóttu miklu frekar þess verðir að vera afritaðir. Á endurreisnartímanum varð til vestræn „kanona“ sem þótti endurspegla það besta í vestrænni menningu.
 
Klassísk menntun, þ.e. menntun sem byggist á lestri klassískra („kanonískra“) höfunda, var lengi talin besta fáanlega þjálfun fyrir góða borgara, einkum þá er ætluðu sér frama í stjórnmálum. Hún var talin innræta nemendunum vitsmunalega og fagurfræðilega tilfinningu fyrir „því besta sem hefur verið hugsað og sagt í heiminum“. [[Rómaveldi|Rómverski]] stjórnmálamaðurinn, heimspekingurinn og rithöfundurinn [[Marcus Tullius Cicero]] sagði að „allar bókmenntir, allar heimspekiritgerðir og allar raddir fornaldarinnar væru fullar af dæmum til eftirbreytni og án bókmenntanna ljóss myndu þau öll liggja óséð í myrkri“.
 
Vestræna „kanonan“ varð til í fornöld. Gríska „kanonan“ sem hafði verið til frá dögum alexandrísku fræðimannanna en latneska „kanonan“ varð ekki til fyrr en seint á [[1. öld|1. öld e.Kr.]] Æ síðan hefur „kanonan“ verið miðlæg í klassískum fræðum og [[Hugvísindi|hugvísindum]] almennt.<ref>Svavar Hrafn Svavarsson, „[http://visindavefur.hi.is/?id=2649 Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?]“. ''Vísindavefurinn'' 15.8.2002. (Skoðað 13.2.2007).</ref> En aðferðir fornfræðinnar eiga sér einnig rætur í klassískri fornöld, engu síður en viðfangsefnin.
 
=== Fornar rætur málfræði og bókmenntarýni, textafræði og textarýni ===