Munur á milli breytinga „Rasmus Kristján Rask“

ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: es:Rasmus Christian Rask)
 
==Æviágrip==
 
Foreldrar Rasks voru fremur fátækir, en komu honum þó í Lærða skólann í [[Óðinsvé]]um, þar sem hann fyrir tilviljun komst í kynni við íslensku. Fljótt komu í ljós óvenjulegir hæfileikar hans á sviði tungumála, sem vöktu athygli kennara hans. Eftir að hann hafði fengið í verðlaun hina glæsilegu [[Heimskringla|Heimskringluútgáfu]] [[Gerhard Schöning | Gerhards Schönings]], sem var með danskri og latneskri þýðingu, sökkti hann sér niður í hana og útbjó handa sjálfum sér íslenska málfræði og íslensk-danska orðabók. Þó að Rask rannsakaði um ævina tugi tungumála, stóð íslenskan ávallt hjarta hans næst, ekki aðeins vegna málvísindalegs gildis, heldur fannst honum hin íslensku rit blása sér í brjóst karlmennsku og stórhug.
 
Hann hóf nám í guðfræði við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]], 1807, en sinnti því lítið, því að tungumálin tóku hug hans allan. Rask bjó löngum við fremur kröpp kjör, en átti einnig góða stuðningsmenn sem gerðu sér grein fyrir hæfileikum hans, t.d. [[Rasmus Nyerup]].
Óskráður notandi