„Eiríkur hinn smámælti og halti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Innsigli Eiríks konungs. '''Eiríkur Eiríksson''' (12162. febrúar 1250), oft nefndur '''Eiríkur hinn smámælti og halti...
 
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengla.
Lína 2:
'''Eiríkur Eiríksson''' ([[1216]] — [[2. febrúar]] [[1250]]), oft nefndur '''Eiríkur hinn smámælti og halti''' en einnig ''Eiríkur 9.'' (sjálfur kallaði hann sig ''Eirík 3.'') var konungur [[Svíþjóð]]ar tvisvar, fyrst í bernsku 1222-1229 og svo aftur frá 1234 til dauðadags.
 
Eiríkur var einkasonur [[Eiríkur Knútsson|Eiríks Knútssonar]] konungs og [[Ríkissa SvíadrottningValdimarsdóttir|Ríkissu]], dóttur [[Valdimar mikli Knútsson|Valdimars mikla]] Knútssonar Danakonungs. Hann fæddist eftir lát föður síns. Páfinn vildi að Eiríkur tæki við af föður sínum en [[Jóhann Sörkvisson]], sem þá var 15 ára, var kjörinn konungur því sænskum aðalsmönnum leist ekki á að hafa ómyndugan konung í hásæti í mörg ár. Jóhann dó hins vegar [[10. mars]] [[1222]] og þá var Eiríkur tekinn til konungs. Frændur hans og aðrir aðalsmenn. stýrðu ríkinu og þar bar mest á [[Knútur langi Hólmgeirsson|Knúti langa Hólmgeirssyni]].
 
Árið 1229 var Eiríki steypt af stóli eftir orrustuna við Olustra og Knútur langi lét krýna sig konung. Eiríkur flúði til [[Danmörk|Danmerkur]] á náðir [[Valdimar sigursæli|Valdimars sigursæla]] móðurbróður síns og dvaldi þar næstu fimm árið. En árið [[1234]] dó Knútur og Eiríkur sneri þá aftur og var konungur til dauðadags 1250.
 
Kona Eiríks var [[Katrín Súnadóttir]], dótturdóttir [[Sörkvir yngri|Sörkvis yngri]]. Þau voru barnlaus. Systir Eiríks, [[Ingibjörg Eiríksdóttir af Svíþjóð|Ingibjörg]], hafði gifst [[Birgir Magnússon jarl|Birgi Magnússyni]], síðar jarli, árið 1236 og var elsti sonur þeirra, [[Valdimar Birgisson|Valdimar]], kjörinn konungur að Eiríki látnum. Hann var þá um ellefu ára gamall og var faðir hans ríkisstjóri og hélt í raun um stjórnartaumana í Svíþjóð þar til hann lést [[1266]].