„Ingjaldshóll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: de:Ingjaldshóll
Scandium2 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ingjaldshóll''' varer fyrrum þingstaður og höfuðból í [[Neshreppur|Neshreppi]] utan [[Enni|Ennis]]. Ingjaldshóll er um 1 km frá [[Hellissandur|Hellissandi]] og þar hefur staðið kirkja frá árinu 1317 og var hún fram á 19du öld þriðja stærsta kirkja landsins, á eftir [[Dómkirkja|dómkirkjunum]] í [[Skálholt|Skálholti]] og á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]], en áður var þar bænhús. Bæði var að sóknin var fjölmenn og eins mun hafa verið þar margmenni víða að af landinu á vertíðum og mun kirkjan hafa rúmað um 400 manns. sjá má merki um stærð hennar út frá hornsteinum sem þar sjást enn í kirkjugarðinum. Núverandi [[Ingjaldshólskirkja]] er elsta steinkirkja á landinu, reist árið 1903 og meðal gripa hennar er altaristafla sem danskir kaupmenn gáfu árið 1709 og lánuð var [[Brimilsvallarkirkja|Brimilsvallarkirkju]] 1923. Sú altaristafla sem nú er þar er eftirlíking af altaristöflu [[Dómkirkjan í Reykjavík|Dómkirkjunnar]] í Reykjavík frá 1903.
== Sögur og sagnir ==
Svo segir frá Ingjaldi í Bárðar sögu Snæfellsáss, að hann hafi átt í útistöðum við Hettu, tröllkonu í Ennisfjalli. Vildi Hetta þessi Ingjald feigan og gjörði honum eitt sinn gjörningsveður er hann var á sjó. Taldi tröllkonan verknaðinn fullunninn og fór að Ingjaldshóli hvar hún kvað eftirfarandi:
''...Út reri einn á báti
Ingjaldur í skinnfeldi,
týndi átján önglum
Ingjaldur í skinnfeldi,
og fertugu færi
Ingjaldur í skinnfeldi,
aftur komi aldrei síðan
Ingjaldur í skinnfeldi....''
Ingjaldur var þarna hætt kominn, en mun hafa bjargast fyrir tilverknað Bárðar Snæfellsáss.
Sumarið 1477 kom tiginn maður á skipi að Rifi og hafði vetursetu á Ingjaldshóli. Hefur getum verið leitt að því að þar hafi farið [[Kristófer Kólumbus]] (1447-1506) sem þangað hafi komið til að kynna sér siglingar norrænna manna vestur um haf.
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal|titill=Landið þitt Ísland, H-K|útgefandi=Örn og Örlygur|ár=1982|ISBN=}}
* {{bókaheimild|höfundur=Björn Hróarsson|titill= Á ferð um landið, Snæfellsnes|útgefandi=Mál og menning|ár=1994|ISBN= 9979-3-0853-2}}
{{stubbur|landafræði|Ísland}}
[[flokkur: Snæfellsnes]]
[[flokkur:vesturland]]
 
[[de:Ingjaldshóll]]