„Húsafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Scandium2 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Í grenndinni eru [[Barnafoss]] og [[Hraunfossar]] og hellarnir [[Víðgelmir]] og [[Surtshellir]]. Margar góðar gönguleiðir eru í Húsafellslandi og þaðan er einnig farið í ferðalög um nágrennið, til dæmis að Eiríksjökli eða Langjökli, upp á Arnarvatnsheiði eða suður [[Kaldidalur|Kaldadal]].
 
Í [[Laxdælasaga|Laxdælasögu]] sem er skrifuð um [[1170]] er þess getið að Brandur Þórarinsson hafi búið þar. Húsafell var lengi prestssetur og þekktasti presturinn sem þar sat er án efa [[Snorri Björnsson]], sem var Húsafellsprestur [[1756]]-[[1803]]. Um hann eru margar sögur, bæði þjóðsögur og staðfestar heimildir, og um hann hafa verið skrifaðar bækur. Hann var annálaður kraftajötunn og var einnig talinn fjökunnugurfjölkunnugur.
 
Þegar aðalleiðin milli Norðurlands og Suðurlands lá um [[Arnarvatnsheiði]] fyrr á öldum var Húsafell í alfaraleið og þar var mjög gestkvæmt. Á síðari árum hafa komið fram tillögur um að leggja veg frá Húsafelli yfir [[Stórisandur|Stórasand]] og til Norðurlands.