„Munkaþverárklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengil.
Lína 34:
* Finnbogi Einarsson, sonur Einars ábóta Benediktssonar, tók við af föður sínum og hafði áður verið aðstoðarmaður hans frá [[1517]] jafnframt því sem hann var prestur á Grenjaðarstað. Hann var vígður [[1525]] og dó [[1532]]. Hann þótti mjög lærður og hafði skóla á Munkaþverá. Dóttursonur hans var [[Einar Sigurðsson í Eydölum|Einar Sigurðsson]] prestur í Eydölum, faðir [[Oddur Einarsson|Odds biskups]].
* Pétur Pálsson tók við ábótadæmi 1532. Hann varð prestur [[1502]] og hafði verið í þjónustu [[Gottskálk Nikulásson|Gottskálks biskups]], var meðal annars sendur á fund erkibiskups [[1517]] og var settur til að hafa ráð Hólastóls eftir lát Gottskálks. Hann var eini presturinn norðanlands sem ekki kaus [[Jón Arason]] til biskups [[1521]] og [[Ögmundur Pálsson|Ögmundur biskup]] sendi hann utan til að reyna að vinna gegn því að erkibiskup vígði Jón. Seinna sendi Ögmundur hann til Hóla til að lesa forboðsbréf yfir Jóni og fleira bar þeim á milli en hann var þó gerður að ábóta 1532 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Jón. Hann dó [[1546]].
* [[Tómas Eiríksson]] var vígður ábóti [[1546]] og hafði áður verið prestur á [[Mælifell (Skagafirði)|Mælifell]]i og ráðsmaður á Hólum. Fylgikona hans var Þóra Ólafsdóttir, sem var stjúpdóttir Jóns Arasonar biskups. Hann var síðasti ábótinn á Munkaþverá og árið [[1551]] var hann með öðrum á [[Oddeyri]] að taka siðbót og sverja konungi hollustueið. Þar með lauk ábótadæmi hans. Hann dó [[1587]].
 
== Heimild ==