Munur á milli breytinga „1756“

2.405 bætum bætt við ,  fyrir 10 árum
ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: ty:1756)
}}
== Á Íslandi ==
* [[Ólafur Stephensen]] varð varalögmaður norðan og vestan.
* Tvær bækur með íslenskum [[fornsögur|fornsögum]] komu út á [[Hólaprentsmiðja|Hólum]], ''Ágætar fornmannasögur'' og ''Nokkrir margfróðir söguþættir''.
* Fyrsta þýdda [[skáldsaga]]n kom út á [[Hólaprentsmiðja|Hólum]]. Hét hún ''Þess svenzka Gustav Landkrons og þess engelska Bertholds fábreytilegar Róbinsons eður lífs og ævisögur úr dönsku útlagðar af séra Þorsteini Ketilssyni prófasti í Vaðlaþingi''.
* [[Friedrich Wilhelm Hastfer]] var sendur til Íslands af [[Friðrik 5. Danakonungur|Friðrik 5. Danakonungi]] til að koma á fót [[sauðfé|sauðfjárbúi]].
* Mikið hafísár. [[Hafís]] rak inn á hvern fjörð á Norðurlandi, fyrir allt [[Austurland]] og suður til [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]]. Skip komust ekki til landsins og hafísinn hvarf ekki endanlega frá landinu fyrr en í ágústlok.
* Hörku[[frost]] og snjóar víða á [[Norðurland]]i í júlí og ágúst.
* [[Snorri Björnsson]] varð prestur á [[Húsafell]]i. Hann var prestur þar allt til dauðadags [[1803]].
* [[Húsið]] á [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]] var reist.
* Danskur kaupmaður, [[Laurids Christensen Stistrup]], gaf 600 [[Biblían|Biblíur]] og 1700 [[Nýja testamentið|Nýjatestamenti]] til Íslands.
* [[Sárasótt]]arfaraldur kom upp á Íslandi og var talinn tengjast [[Innréttingarnar|Innréttingunum]] í [[Reykjavík]].
 
'''Fædd'''
 
'''Dáin'''
 
 
== Erlendis ==
* [[15. maí]] - [[Sjö ára stríðið]] hófst þegar [[Bretland|Bretar]] sögðu [[Frakkland|Frökkum]] formlega stríð á hendur en áður höfðu Frakkar gert innrás á [[Minorca]], sem Bretar réðu þá.
* [[29. ágúst]] - [[Friðrik mikli]] Prússakonungur gerði innrás í Saxland.
* [[Friðrik mikli]] neyddi [[Prússland|prússneska]] bændur til að rækta [[kartafla|kartöflur]] við litla hrifningu þeirra.
* Samfelldar reglubundnar veðurathuganir hófust í Englandi og í Svíþjóð.
 
'''Fædd'''
* [[27. janúar]] - [[Wolfgang Amadeus Mozart]], tónskáld (d. [[1791]]).
* [[31. janúar]] - [[Maria Theresa af Savoy]], kona [[Karl 10. Frakkakonungur|Karls 10.]], síðar Frakkakonungs (d. [[1805]]).
* [[3. mars]] - [[William Godwin]], enskur rithöfundur (d. [[1836]]).
* [[14. júlí]] - [[Thomas Rowlandson]], enskur listmálari og skopteiknari (d. [[1827]]).
 
'''Dáin'''
* [[10. apríl]] - [[Giacomo Antonio Perti]], ítalskt tónskáld (f. [[1661]]).
* [[18. apríl]] - [[Jacques Cassini]], franskur stjörnufræðingur (f. [[1677]]).
 
[[Flokkur:1756]]