„Ingólfur Arnarson (stytta)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
m Bætt við tenglum
Dagvidur (spjall | framlög)
Lína 5:
Að reisa líkneski af [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarssyni]] landnámsmanns á sér langan aðdraganda. Sveinbjörn Hallgrímsson og Magnús Grímsson vöktu fyrstir máls á því um miðja átjándu öld að reisa þyrfti fyrsta landnámsmanni vorum einhverskonar minnismerki.
 
Á árunum sjöunda áratug átjándu aldar fór fram talsverð umræða um þjóðar arfleifð Íslendinga og hvernig menn skyldu fagna þúsund ára afmæli Íslands byggðar. Í ritinu [[Þjóðólfur | ''Þjóðólfi'']] var á árunum 1862-4 talsvert rætt um „Fornmenja og þjóðgripasafn.“ Sú umræða bar sterkan keim þjóðernisrómantíkur Íslendinga á þessum tíma.
 
Halldór Friðriksson skólakennari í Reykjavík hreyfði því í ''Þjóðólfi'', að í tilefni þúsund ára af mæli Íslands byggðar skyldi með fjársamskotum Íslendinga reisa hús í Reykjavík til geymslu menningargripa og fornmenja. Það væri til minningar um landnám Ingólfs og ætti að ljúka fyrir afmælið 1874.