„Ingólfur Arnarson (stytta)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Dagvidur (spjall | framlög)
Lína 9:
Á árunum sjöunda áratug átjándu aldar fór fram talsverð umræða um þjóðar arfleifð Íslendinga og hvernig menn skyldu fagna þúsund ára afmæli Íslands byggðar. Í ritinu Þjóðólfi var á árunum 1862-4 talsvert rætt um „Fornmenja og þjóðgripasafn.“ Sú umræða bar sterkan keim þjóðernisrómantíkur Íslendinga á þessum tíma.
 
Halldór Friðriksson skólakennari í Reykjavík hreyfði því í „Þjóðólfi"''Þjóðólfi'', að í tilefni þúsund ára af mæli Íslands byggðar skyldi með fjársamskotum Íslendinga reisa hús í Reykjavík til geymslu menningargripa og fornmenja. Það væri til minningar um landnám Ingólfs og ætti að ljúka fyrir afmælið 1874.
 
Árið eftir, eða 12. ágúst 1864, birtist í sama blaði grein undir heitinu ''„Hugvekjur út af Þúsund ára landnámi Ingólfs og fyrstu byggingu Íslands,“'' undirrituð af „Nokkrum Íslendingum“, en talin vera eftir Sigurð málara, þar sem lagt var til, að reisa líkneski af Ingólfi á Austurvelli. Kemur þar fyrst fram hugmyndin um líkneski Ingólfs. Greinarhöfundur vildi ...
 
[[Mynd: Sigurdur-malari-1858.jpg|thumb|right|300px|Sigurður „málari“ Guðmundsson vildi „reisa gamla Ingólfi Arnarsyni ... heiðarlegan minnsvarða, þannig, að mynd hans í yfirnáttúrlegri stærð væri gjörð og steypt úr málmi og sett upp á háan steinstöpul... slíkr minnisvarði mjög fögr endrminníng þessa viðburðar, og gæti þar að auki í margar aldir staðið landi voru og Reykjavíkrbæ til sóma og prýðis.“]]
Lína 25:
Eftir þetta var oft talað um Ingólfsmyndina, en ekkert varð úr framkvæmdum fyrr en Iðnaðarmannafélagið tók málið að sér. Þann 17. september 1906 flutti Jón Halldórsson málið á fundi. Einar Jónsson, myndhöggvari, var þá kominn á sjónarsviðið sem þekktur listamaður og farinn að gera drög að líkneski Ingólfs. Nefnd var kosin, fé veitt úr félagssjóði og fjáröflun hafin. „En margir voru erfiðleikarnir og þó verst sundurlyndi manna um málið,“ segir í Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna árið 1941.
 
Það var fyrst í janúar 1923, að hafist var handa fyrir alvöru að steypa líkneskið og undirbúa staðinn á Arnarhóli. Og ári síðar eða í 24. febrúar 1924, kl. 3 eftir hádegi var líkneski Ingólfs afhjúpað að viðstöddum miklum mannfjölda. Formaður Iðnaðarmannafélagsins afhenti landsstjórninni það sem gjöf frá Iðnaðarmannafélaginu, en forsætisráðherra þakkaði. Um kvöldið hélt Iðnaðarmannafélagið síðan mikla veislu í húsi sínu.
 
==Verk Einars Jónssonar==