„Ágústus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: yo:Augustus; kosmetiske ændringer
Lína 42:
 
== Uppvaxtarár ==
Ágústus fæddist í Róm (eða [[Velletri]]) [[23. september]], [[63 f.Kr.]] og hlaut nafnið '''Gaius Octavíus'''. Faðir hans, sem hét einnig [[Gaius Octavíus]], var af virtri en tiltölulega lítt þekktri ætt [[Riddarastétt (Rómaveldi)|riddarastéttar]] og var landstjóri [[Macedonia (Rómverskt skattland)|Macedoniu]]. Skömmu eftir að Octavíus fæddist gaf faðir hans honum eftirnafnið '''Thurinus''', hugsanlega til að minnast sigurs síns á [[Thuriubúar|Thuriubúum]] vegna þrælauppreisnar meðal þeirra. Móðir hans, [[Atia Balba Caesonia]], var systurdóttir [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]], sem varð brátt sigursælasti herforingi Rómar og kjörinn einvaldur (''dictator'') ævilangt. Hann varði æskuárum sínum hjá afa sínum nærri Veletrae (í dag [[Velletri]]). Árið [[58 f.Kr.]], þegar hann var fjögurra ára gamall, lést faðir hans. Lengst af æskunnar bjó hann hjá stjúpföður sínum, [[Lucius Marcius Philippus|Luciusi Marciusi Philippusi]].
 
Árið [[51 f.Kr.]], þegar hann var ellefu ára, flutti hann útfararræðu ömmu sinnar, [[Julía Caesaris (systir Julíusar Caesars)|Julíu]], eldri systur Júlíusar Caesars. Hann klæddist ''[[toga virilis]]'' fimmtán ára gamall og var kjörinn í ''[[Collegium Pontificum]]'', sem var ráð æðstu presta ríkisins. Caesar fór fram á að Octavíus væri með í liði sínu í herför sinni til [[Afríka (Rómverskt skattland)|Afríku]] en Atia andmælti og sagði hann of ungan. Næsta ár, [[46 f.Kr.]], féllst hún á að leyfa honum að fylgja Caesari til [[Hispania (Rómverskt skattland)|Spánar]] en hann varð veikur og gat ekki ferðast. Þegar hann hafði náð sér sigldi hann af stað en lenti í sjávarháska; þegar hann hafði komist á land með nokkrum félaga sinna fór hann yfir landsvæði óvinanna og náði til herbúða Caesars. Caesar þótti mikið til þessa koma. Þeir og Octavíus sneru aftur heim saman og Caesar breytti erfðaskrá sinni í laumi.
 
== Leiðin til valda ==
Þegar Júlíus Caesar var ráðinn af dögum [[15. mars]] [[44 f.Kr.]] var Octavíus við nám í [[Apollonia (Illyríu)|Apolloniu]] í [[Illyría|Illyríu]]. Þegar erfðaskrá Caesars var lesin kom í ljós að Caesar, sem átti engin skilgetin börn, hafði ættleitt frænda sinn sem kjörson sinn og erfingja. Vegna ættleiðingarinnar tók Octavíus við nafninu '''Gaius Iulius Caesar'''. Samkvæmt rómverskri hefð átti hann einnig að bæta við sem eftirnafni ''Octavíanus'' til að gefa til kynna upprunalegu fjölskyldu sína. Hins vegar er enginn vitnisburður um að hann hafi nokkurn tímann notað nafnið ''Octavíanus''. [[Marcus Antonius]] hélt því seinna fram að hann hefði greitt fyrir ættleiðingu sína með því að gera Caesar kynferðislega greiða en [[Suetonius]] segir í ævisögu Ágústusar að ásökunin hafi einungis verið rógburður.
 
Octavíanus, eins og hann er venjulega nefndur á þessu tímabili ævi sinnar, safnaði liði í Apolloniu. Hann hélt yfir til Ítalíu og fékk liði sínu gamalreynda liðsforingja úr herliði Caesars og fékk stuðning þeirra með því að leggja áherslu á stöðu sína sem erfingi Caesars. Hann var einungis átján ára gamall og var af þeim sökum hvað eftir annað vanmetinn af keppinautum sínum um völdin.
Lína 59:
Marcus Antoníus átti í ástarsambandi við Kleópötru meðan hann var í Egyptalandi og áttu þau saman þrjú börn, [[Alexander Helios]], [[Kleópatra Selene (II)|Kleópötru Selene]] og [[Ptolemajos Fíladelfos]]. Árið [[40 f.Kr.]] yfirgaf Antoníus Kleópötru og giftist [[Octavía yngri|Octavíu yngri]], systur Octavíanusar, til þess að strykja bandalagið við hann. Octavía ól honum tvær dætur, sem hétu báðar [[Antonía]]. Árið [[37 f.Kr.]] yfirgaf Antoníus Octavíu og hélt enn á ný aftur til Egyptalands til þess að vera með Kleópötru. Rómaveldi var þá í reynd skipt á milli Octavíanusar í vestri og Antoníusar í austri.
 
Antoníus herjaði í austur. Octavíanus aflaði sér bandamanna í Róm, treysti völd sín og bar út róg um að hollusta Antóníusar væri nú með Egyptum og að hann hefði tekið upp siði þeirra og venjur. Spennan varð sífellt meiri og að lokum, árið [[32 f.Kr.]], lýsti öldungaráðið opinberlega yfir stríði á hendur „erlendu drottningunni“, til að forðast yfirbragð enn eins borgarastríðsins. Stríðið varði ekki lengi: í [[Orrustan við Actium|Actiumflóa]] við vesturströnd [[Grikkland]]s mættust flotarnir í mikilli orrustu, þar sem mörg skip brunnu og fórust og þúsundir manna fórust í báðum liðum. Octavíanus bar sigur úr býtum en Antóníus og Kleópatra flúðu til Egyptalands. Octavíanus elti þau og eftir annan ósigur framdi Antoníus sjálfsmorð. Kleópatra framdi einnig sjálfsmorð þegar útskýrt hafði verið fyrir henni hvernig hún yrði höfð til sýnis í sigurgöngu Octavíanusar í Róm og Caesarion yrði „slátrað miskunnarlaust“. Ágústus á að hafa sagt að „tveir Caesarar væru einum of margir“ þegar hann fyrirskipaði líflát Caesarions.<ref>Green (1990): 697</ref>.
 
== Octavíanus verður Ágústus: „principatið“ ==
Lína 115:
* ný hof til heiðurs
** [[Apollon]]i
** hinum guðdómlega Júlíusi (þ.e. [[Júlíus Caesar|Júlíusi Caesar]])
** hof [[Mars Ultor]]s (eða Mars hefnanda) við hið nýja [[Ágústusartorgið|torg]]
* helgidóm nærri [[Circus Maximus]].
Lína 161:
== Arfleifð Ágústusar ==
[[Mynd:Hw-augustus.jpg|hægri|thumbnail|200px|Teikning af Ágústusi gerð eftir Prima Porta styttunni.]]
Ágústus var tekinn í guðatölu stuttu eftir andlát sitt og bæði eftirnafn hans, sem hann hafði erft eftir ömmubróður sinn, Caesar, og titillinn ''Augustus'' urðu að varanlegum titlum rómverskra valdhafa næstu 400 árin og voru enn í notkun í [[Konstantínópel]] fjórtán öldum eftir dauða hans. Á mörgum [[tungumál]]um varð ''caesar'' að orði um ''keisara'', líkt og í [[Þýska|þýsku]] (''[[Kaiser]]''), [[Hollenska|hollensku]] (''keizer'') og [[Rússneska|rússnesku]] (''[[Czar]]'') auk [[Íslenska|íslensku]]. Dýrkun hins guðdómlega Ágústusar hélst þar til [[kristni]] var gerð að ríkistrú á [[4. öld]]. Þess vegna eru margar vel varðveittar styttur og brjóstmyndir af fyrsta og að sumu leyti mikilvægasta keisaranum. Í grafhýsi Ágústusar voru upphaflega bronssúlur með áletrunum um ævi hans og störf, ''[[Res Gestae Divi Augusti]]''.
 
Ágústusar er getið í [[Lúkasarguðspjall]]i (2:1).
Lína 307:
[[wa:Impreur Ågusse]]
[[war:Augustus]]
[[yo:Augustus]]
[[zh:屋大维]]
[[zh-classical:奧古斯都]]