„Bólu-Hjálmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 157.157.45.61 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Navaro
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hjálmar Jónsson''', þekktastur sem '''Bólu-Hjálmar''', (fæddur á [[Halland]]i í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]] [[29. september]] [[1796]], dáinn í Brekkuhúsum<ref>[http://www.varmahlidarskoli.is/seyluhreppur/brekkuhus.html]</ref> skammt frá [[Víðimýri]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]] [[25. júlí]] [[1875]]) var [[bóndi]] og [[ljóðskáld]].
 
Móðir Hjálmars, Marsibil Semingsdóttir, var heimilislaus þegar hún eignaðist hann, kom að kvöldi dags að Hallandi á [[Svalbarðsströnd]] og tók léttasótt um nóttina. Daginn eftir fór vinnukona á Hallandi, Margrét að nafni, með barnið áleiðis til [[hreppstjóri|hreppstjórans]] og bar það í poka. Hún kom við á Dálksstöðum og húsmóðirin þar, ekkja að nafni Sigríður Jónsdóttir, fann svo til með drengnum að hún tók hann í fóstur og ól hann upp til átta ára aldurs. Þá fór hann til föður síns, Jóns Benediktssonar, og ólst þar upp.
Lína 22:
Hjálmar var frægur fyrir níðkveðskap og þótti bæði óvæginn og illskeyttur. Því átti hann sér ýmsa óvildarmenn en hann átti líka marga vini og var oft fenginn til að skemmta í veislum því hann var fróður og góður sögumaður, skemmti fólki með kveðskap og gat verið hrókur alls fagnaðar þegar hann vildi. Hann andaðist í beitarhúsum frá [[Brekka (Seyluhreppi)|Brekku]] í [[Seyluhreppur|Seyluhreppi]] árið 1875 og var jarðsettur á [[Miklibær í Blönduhlíð|Miklabæ]] við hlið Guðnýjar konu sinnar.
 
==Heimild Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Heimild ==
* ''Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900'', Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.