„Vilhjálmur Einarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
 
{{Hreingerning}}
'''Vilhjálmur Einarsson''' (fæddur [[5. júní]] [[1934]] á [Hafranesi við [[Reyðarfjörð]]) er íslenskur [[Frjálsar íþróttir|frjálsíþróttamaður]]. Foreldrar Vilhjálms voru Sigríður Vilhjálmsdóttir og Einar Stefánsson. Árið 1942 fluttu þau að [[Eiðar|Eiðum]] þar sem var vaxandi íþróttalíf. Margir frændur Vilhjálms voru íþróttakappar á Austfjörðum þegar hann var drengur og leit hann mikið upp til þeirra. Hann byrjaði ungur að stunda alhliða íþróttir og fór að einbeita sér að þrístökki á menntaskólaárunum. Árið 1952 vann hann fyrsta mótið sitt í þrístökki en það var landsmót sem haldið var á Eiðum, þar kom hann öllum á óvart. Hann setti Norðurlandamet í þrístökki rétt áður en það átti að velja keppendur frá Íslandi á Ólympíuleikana árið 1956 sem tryggði honum þátttöku. Hann setti Ólympíumet á mótinu og átti það í tvo klukkutíma en endaði í öðru sæti, hann er enn eini Íslendingurinn sem hefur sett Ólympíumet. Vilhjálmur lenti í þriðja sæti á Evrópumeistaramóti í Stokkhólmi árið 1958, það var þá næst besti árangur Norðurlandabúa. Hann keppti aftur á Ólympíuleikunum árið 1960 og lenti þá í 5. sæti. Hann lenti í sjötta sæti á Evrópumeistarmóti í Belgrad árið 1962 og lauk þar ferli sínum með glæsibrag. Vilhjálmur giftist Gerði Unnarsdóttur og eignuðust þau saman sex syni.