„Vilhjálmur Einarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
 
== Uppvaxtarár ==
Vilhjálmur Einarsson fæddist þann 5. júní 1934 að Hafranesi við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Hánefsstöðum á Seyðisfirði og Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal. Foreldrar hans æfðu ekki skipulagðar íþróttir enda lítið um það á Austfjörðum þegar þau voru á barna- og unglingsárum en faðir hans var talinn góður knattspyrnumaður og móðir hans var létt á fæti og dreymdi um að æfa ballett sem varð þó ekki raunin. Á uppvaxtarárum Vilhjálms jókst áhugi á frjálsum íþróttum mikið þrátt fyrir lélegar aðstæður en fólk ferðaðist þá á bátum og hestum og kannski nokkrum bílum á milli fjarða og keppti í íþróttum. Tækni og aðbúnaður var ekkert í líkingu við það hvernig hann er í dag en fólk lét það ekki á sig fá.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>
 
Lína 15:
 
 
== Ólympíuleikar og Evrópumeistaramót ==
Vilhjálmur setti Norðurlandamet í þrístökki rétt áður en það átti að velja íslenska keppendur á Ólympíuleikana. Hann stökk 15,83 metra og kom fólki á Norðurlöndunum á óvart þar sem fáir könnuðust við hann. Þetta tryggði honum keppni á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Vilhjálmur fór á Ólympíuleikana ásamt Hilmari Þorbjarnarsyni keppanda í 100 metra hlaupi og Ólafi Sveinssyni fararstjóra. Það var þann 27. nóvember sem þrístökkskeppnin var. Fyrsta stökk Vilhjálms var ógilt en hann bætti vel fyrir það í næsta stökki þar sem hann setti Ólympíumet, stökk 16,25 metra (seinna breytt í 16,26 metra). Metið átti hann í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Hann endaði í öðru sæti og var fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Þetta var frábær frammistaða hjá íslenska kappanum og Íslendingar fylltust stolti. Enginn hafði búist við því að sjá Íslending á verðlaunapalli og hvað þá að setja Ólympíumet. Da Silva var heimsþekktur og Vilhjálmur varð það þarna með því að komast fram úr honum. Vilhjálmur er eini íslenski einstaklingurinn sem hefur náð öðru sæti á Ólympíuleikum.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>
Lína 21:
 
 
== Fjölskyldan ==
Vilhjálmur hefur aðallega starfað við kennslu- og uppeldismál og einnig verið skólastjóri eftir að hann lauk íþróttaferli sínum. Hann giftist Gerði Unndórsdóttur og eignuðust þau saman synina Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Einar Vilhjálmsson var afreksmaður í íþróttum eins og faðir hans. Hann lenti í sjötta sæti í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984, hann varð í 13. sæti árið 1988 og var þá mjög óheppinn að komast ekki í úrslit. Árið 1992 varð hann í 14. sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona og var aftur mjög nálægt því að komast í úrslit.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>