„Vilhjálmur Einarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Þóra (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Vilhjálmur Einarsson fæddist þann 5. júní 1934 að Hafranesi við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Hánefsstöðum á Seyðisfirði og Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal. Foreldrar hans æfðu ekki skipulagðar íþróttir enda lítið um það á Austfjörðum þegar þau voru á barna- og unglingsárum en faðir hans var talinn góður knattspyrnumaður og móðir hans var létt á fæti og dreymdi um að æfa ballett sem varð þó ekki raunin. Á uppvaxtarárum Vilhjálms jókst áhugi á frjálsum íþróttum mikið þrátt fyrir lélegar aðstæður en fólk ferðaðist þá á bátum og hestum og kannski nokkrum bílum á milli fjarða og keppti í íþróttum. Tækni og aðbúnaður var ekkert í líkingu við það hvernig hann er í dag en fólk lét það ekki á sig fá.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>
 
Árið 1942 fluttist fjölskyldan að Eiðum þar sem Einar faðir Vilhjálms vann við að byggja íþróttasal og sundlaug. Á þessum árum voru haldin nokkur íþróttamót U.Í.A. á Eiðum og þar fylgdist Vilhjálmur með frændum sínum Tómasi og Þorvarði Árnarsonum sem hann leit mikið upp til og voru miklar fyrirmyndir hans. Vilhjálmur skaraði fram úr í sundi þegar hann var drengur. Sundlaugin á Eiðum var sú eina á Austfjörðum á þessum tíma og var hann mikið í henni. ,,Eg er í vandræðum með strákinn. Eg má ekki gefa honum 10 svona ungum en hann syndir alveg nákvæmlega eins og eg vil láta synda”.<ref>Dave Urbanski (Vilhjálmur2003): Einarsson, 1995, bls1-4. 15)</ref> sagði sundkennarinn hans við foreldra hans þannig að hann sýndi þarna fram á hæfileika sína í íþróttum aðeins 8 ára gamall.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>
 
Vilhjálmur vann sveitastörfin heima hjá sér þegar hann var ungur. Hann sótti kýrnar og tók þátt í heyskap og kunni vel að meta sveitina. Árið 1945 flutti hann til Egilsstaða en þá var að myndast þéttbýli þar og vann hann í byggingavinnu á sumrin. Hann byrjaði fyrstu árin að leika sér með kúlu, spjót og kringlu en hann var nokkuð þéttur sem barn og því voru möguleikarnir taldir mestir í kastgreinum. Ekki gekk það eins vel og hann vildi þannig að hann tók upp á því að grafa stökkgryfju því hann langaði í langstökk og þrístökk, hún var 1x4 metrar og eina skóflustungu á dýpt.<ref>Dave Urbanski (2003): 1-4.</ref>