„Japanskt jen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: en
Halfdan (spjall | framlög)
Bætti við frá enskunni
Lína 1:
[[Image:JuEnDamaByodoinWP.jpg|thumb|Japönsk 10 jena mynt (framhlið)]]
'''Jen''' er [[japan]]skur [[gjaldmiðill]].
 
'''Jen''' er [[japan]]skur [[gjaldmiðill]]. Það er einnig vinsælt sem [[gjaldeyrisvaraforði]], á eftir [[Bandaríkjadalur|Bandaríkjadalnum]] og [[Evra|evrunni]]. [[ISO 4217]] gjaldeyristáknið fyrir jen er '''JPY''' og 392. Latneska [[tákn]]ið er ¥.
 
==Nafn==
Á [[Japanska|japönsku]] er það yfirleitt borið fram sem „en“, en á íslensku er framsetningin nær [[enska]] framburðinum (''yen''). Á bæði japönsku og [[kínverska|kínversku]], þýðir ''jen'' bókstaflega „''kringlóttur hlutur''“.
 
==Saga==
Jenið var innleitt af [[Meiji tímabil|Meiji]] ríkisstjórninni árið [[1870]] sem myntkerfi í líkingu við þau sem þekktust í [[Evrópa|Evrópu]]. Jenið kom í stað flókins myntkerfis frá [[Edo tímabil]]inu, sem byggt var á [[Japanskt mon|moni]]. ''Nýju gjaldmiðilslögin'' árið [[1871]] kvöddu á um að tekinn yrði upp tugakerfisreikningur fyrir ''jen'' (1), ''sen'' ({{Brot|1|100}}), og ''rin ''({{Brot|1|1000}}), þar sem að myntir væru kringlóttar og steyptar líkt og í Vesturlöndum. ''Sen''- og ''rin''-myntirnar voru seinna teknar úr umferð árið [[1954]]. Jenið var skilgreint sem 0,8667 [[Troyes þyngd|troyes únsa]] (26,956 [[gramm|g]]) af [[silfur|silfri]], sem að jafngildir um 450 krónum. Þessi lög færðu einnig Japan yfir á [[gullfótur|gullfótinn]].
 
Jenið tapaði næstum öllu verðgildi sínu í kringum og eftir [[Seinni heimsstyrjöldin]]a. Eftir nokkurn óstöðugleika, var jenið fest sem 1 [[Bandaríkjadalur]] = ¥360. Gilti þessi festing frá [[25. apríl]] [[1949]] fram til [[1971]] þegar [[Bretton Woods kerfið]] féll saman og jenið byrjaði að fljóta. Eftir [[Plaza Sáttmálinn|Plaza Sáttmálann]] árið [[1985]], hækkaði jenið gagnvart bandaríkjadalinum.
 
Frá og með byrjun [[2006]] jafngilda 100 krónur um það bil ¥175.
 
{{stubbur}}