„Sandra Bullock“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Selmam93 (spjall | framlög)
Lína 25:
 
Eitt fyrsta eftirtektarverða hlutverk Bullock var í SciFi-/Hasarmyndinni ''Demolition Man'' (1993), og léku [[Sylvester Stallone]] og [[Wesley Snipes]] í myndinni. Þetta hlutverk varð til þess að hún fékk stóra hlutverkið í Speed næsta ár. Hún varð fræg kvikmyndastjarna seinni hluta 10. áratugarins, og bættust mörg stór hlutverk á ferilskrána, m.a. ''While You Were Sleeping'', en hún kom í staðinn fyrir leikkonuna [[Demi Moore]], sem var átti upphaflega að leika í myndinni, og ''Miss Congeniality''. Sandra fékk 11 milljónir dala fyrir að leika í ''Speed 2: Cruise Control'' og 17,5 milljónir fyrir ''Miss Congeniality: Armed & Fabulous''.
 
Bullock var valin á lista tímaritsins People yfir fallegasta fólk í heiminum árin 1996 og 1999 og var einnig í 58. sæti á lista tímaritsins Empire yfir 100 bestu kvikmyndinastjörnur allra tíma. Hún fékk Raúl Juliá verðlaunin árið 2002 fyrir framlag sitt sem aðalframleiðandi gamanþáttarins [[George Lopez]], og hjálpaði það henni að opna ferilinn meira. Hún lék einnig nokkrum sinnum í þáttunum sem ''óheppna Amy'', óheppna starfsstúlku í verskmiðjunni sem Geroge Lopez sér um. Árið 2002 lék hún á móti [[Hugh Grant]] í vinsælu kvikmyndinni ''[[Two Weeks Notice]]'' og í aðeins óþekktari mynd, ''Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood''.
 
 
Árið 2004 lék Sandra aukahlutverk í kvikmyndinni ''Crash''. Hún fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína, og sögðu sumir gagnrýnendur að þetta væri besta frammistaða ferils hennar. Hún lék seinna í ''[[The Lake House]]'', rómantískri dramamynd með meðleikara sínum úr Speed, [[Keanu Reeves]] og kom myndin út 16. júní 2006. Vegna þess að í myndinni eru persónurnar aðskildar í gegnum myndina (því söguþráðurinn snýst um tímaflakk), voru Bullock og Reeves aðeins saman á tökustað í tvær vikur við gerð myndarinnar. Þetta sama ár lék hún í ''Infamous'' og lék Harper Lee. Hún lék einnig í ''Premonition'' með [[Julian McMahon]] sem kom út í mars 2007. Árið 2009 var einstaklega gott fyrir Söndru. Tvær myndir hennar slógu aðsóknarmet og urðu þær vinsælustu myndir hennar hingað til.
 
Í nóvember 2009 lék Sandra í ''The Blind Side'' og halaði hún inn 34,2 milljónum dala fyrstu sýningarhelgina. Myndin er einstök að því leiti að hún bætti við sig 17,6 % í áhorfi næstu sýningarhelgi og hirti hún toppsætið á þriðju sýningarhelginni. Það kostaði 29 milljónir dollara að gera myndina. Hún hefur halað inn meira en 250 milljónum dala og er það tekjuhæsta mynd Bullock og fyrsta kvikmynd sögunnar til að komast yfir 200 milljóna markið með aðeins eina fræga leikkonu innanborðs. Hún vann Golden Globe-, Óskars- og SAG-verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni. Hún hafði áður hafnað hlutverkinu þrisvar sinnum vegna þess að henni leið ekki vel með að leika sanntrúaða kristna konu. Það að hún hafi unnið Óskar gefur góða mótsögn við það að daginn áður hafði hún unnið tvo Razzie-verðlaunagripi, fyrir frammistöðu sína í ''All About Steve''. Hún er eina fræga manneskjan sem hefur verið nefnd ''best'' og ''verst'' sama árið.
 
==Heimildir==