„Möðruvellir (Hörgárdal)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
m →‎Bygginga- og brunasaga: Setti inn tengil
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 45:
== Bygginga- og brunasaga ==
 
[[Mynd: David Stefansson National Poet of Iceland.jpg|thumb|right|150px|[[ Davíð Stefánsson]] frá Fagraskógi er eitt helsta þjóðskáld Íslendinga. Leikrit hans „Munkarnir á Möðruvöllum“ segir af sögu klausturbrunans 1316 þar sem ölvaðir munkarnir úr fóru óvarlega með eld. Davíð er jarðaðurhvílir í gamla kirkjugarðinum að Möðruvöllum]]
 
Brunasaga Möðruvalla er landsfræg. Vitað er um klausturbyggingu þó ummerki hennar séu nú hvergi sjáanleg, en fræg er sagan af klausturbrunanum [[1316]] er munkarnir áttu að hafa komið ölvaðir úr [[Gásir|Gásakaupstað]] og farið óvarlega með eld. [[Davíð Stefánsson]] frá Fagraskógi gerði sér þetta að yrkisefni í leikritinu ''Munkarnir á Möðruvöllum''. Árið [[1712]] brunnu til grunna öll hús staðarins nema kirkjan. Amtmannsstofan brann árið [[1826]] og var þá [[Baldvin Einarsson]] nær brunninn inni. Þá var byggt amtmannssetur úr dönskum tígulsteini sem var gjöf [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðriks 6.]] Danakonungs og var húsið því nefnt Friðriksgáfa en það brann síðan [[1874]] og lagðist þá amtmannssetur af á Möðruvöllum. Af Friðriksgáfu hafa þó varðveist góðar teikningar þannig að vitað er hvernig hún leit út. Árið [[1865]] brann kirkjan og varð litlu bjargað, nema hvað [[Arngrímur Gíslason málari|Arngrímur Gíslason]] listmálari bjargaði altaristöflunni og mun hann hafa notað hana sem fyrirmynd að altaristöflum í aðrar kirkjur. Skólahúsið á Möðruvöllum, sem byggt var úr brunasteininum úr Friðriksgáfu, brann síðan árið [[1902]].