„Matarsódi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Matarsódi er líka notaður til við [[brjóstsviði|brjóstsviða]] og sem [[hreinsiefni]].
 
 
== Hver er munurinn á matarsóda (natron) og lyftidufti? ==
 
Spurningin er: Hver er munurinn á matarsóda og lyftidufti?
Lína 13 ⟶ 15:
Svar: bæði matarsódi og lyftiduft eru þættir sem létta og mýkja afurðina. Þessu þarf að bæta í deigið áður en bakstur fer fram til að framleiða koldíoxíð sem veldur því að afurðin ‚lyftist‘. Lyftiduft inniheldur matarsóda en þessi tvö efni eru notuð í ólíkum tilfellum.
 
Matarsódi er hreint [http://chemistry.about.com/od/factsstructures/ig/Chemical-Structures---S/Sodium-Bicarbonate.htm natríumbíkarbónat]. Þegar matarsóda er blandað við raka og innihaldsefni með lágt sýrustig (t.d. jógúrt, súkkulaði, súrmjólk, hunang) leiðir það til efnahvarfa sem leiða til þess að allt fer að búbbla, loftbólur koma fram vegna [http://chemistry.about.com/od/factsstructures/ig/Chemical-Structures---C/Carbon-Dioxide.-12A.htm koldíoxíðs] sem sprettur fram vegna hitans í ofninum og veldur því að það sem verið er að baka lyftist. Hvarfið hefst strax og efnunum er blandað saman þannig að mikilvægt er að baka deigið strax ef það inniheldur matarsóda. Ef það er ekki gert þá fellur deigið og afurðin verður flöt.
 
Lyftiduft inniheldur natríumbíkarbónat en það inniheldur einnig sýruvaldana og þurrkefni (oftast sterkju). Til eru einvirkt og tvívirkt lyftiduft. Einvirkt lyftiduft verður virkt með snertingu við raka þannig að baka þarf deig strax eftir blöndun. Tvívirkt lyftiduft bregðast við í tveimur skrefum og geta staðið um stund fyrir bakstur. Með tvívirku lyftidufti losnar smá gas við herbergishita þegar lyftidufti er blandað við deigið en megninhluti af gasinu myndast eftir að hitastig hækkar í deiginu inni í ofninum.
Lína 20 ⟶ 22:
Sumar uppskriftir segja til um matarsóda en aðrar um lyfitduft. Hvort er notað veltur á öðrum innihaldsefnum uppskriftarinnar. Markmiðið er að útbúa bragðgóða framleiðslu með fallegri áferð. Matarsódi er hrár og veitir biturt bragð nema tekið sé tillit til þess í sýrustigi annarra innihaldsefna eins og súrmjólk. Algegnt er að matarsódi sé í kökuuppskriftum. Lyftiduft inniheldur bæði sýru og basa og er almennt bragðlaust. Uppskriftir sem gera ráð fyrir lyftidufti gera einnig oft ráð fyrir öðru bragðlausum efnum eins og mjólk. Lyftiduft er algengt innihaldsefni í kökum og kexi.
 
 
== Einu skipt út fyrir annað í uppskriftum. ==
Skipta má út matarsóda fyrir lyftiduft (þörf er á 2-3 sinnum meira lyftidufti heldur en matarsóda og það getur haft áhrif á bragðið). Hafi uppskriftin gert ráð fyrir 1 tsk af matarsóda er gert ráð fyrir 3 tsk af lyftidufti í staðinn. En ekki er hægt að nota matarsóda þegar uppskriftin gerir ráð fyrir lyftidufti. Matarsóda vantar sýruna til að fá kökuna til að lyftast. En þú getur gert þitt eigið lyfitduft ef þú átt matarsóda og ‚cream of tartar‘ (kalíumbítartar - KC4H5O6 ). Blandar einfaldlega saman tveimur hlutum tartar við einn hluta af matarsóda.