„Dómitíanus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 157.157.171.216 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Xqbot
Lína 16:
Dómitíanus færði stjórn Rómaveldis nær því að vera einræði en fyrri keisarar höfðu gert og völd öldungaráðsins minnkuðu til muna í stjórnartíð hans, m.a. vegna þess að hann eyddi miklum tíma utan Rómar og hafði því minni samskipti við valdamenn í borginni en fyrri keisarar höfðu haft. Einnig stóð hann fyrir efnahagsumbótum og jók verðgildi mynntarinnar með því að auka silfurmagn í henni. Það fjármagnaði hann með strangri stefnu í skattheimtu. Einnig hélt hann áfram endurbyggingu Rómar eftir brunann mikla árið [[64]]. Á meðal þess sem hann lét byggja var Flavíska höllin á Palatín hæð og hann lét klára byggingu [[Colosseum]], þótt það hafi reyndar verið opnað í valdatíð Títusar.
 
Í stjórnartíð Dómitíanusar var yfirráðasvæði Rómverja á [[Bretland]]i stækkað undir stjórn hershöfðingjans Gnaeusar Juliusar Agricola. Agricola fór í herferð norður til KalidóníuCaledoniu ([[Skotland]]) þar sem hann sigraði stóran her Caledona í bardaga árið [[83]] eða [[84]]. Stór hluti hers Caledona náði þó að flýja og Agricola tókst ekki að leggja svæðið undir sig. Stuttu síðar var hann kallaður heim til Rómar og Dómitíanus fyrirskipaði herdeildum að hörfa úr Caledoniu. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir síðari tíma keisara náðu Rómverjar aldrei að leggja svæðið undir sig.
 
Dómitíanus barðist einnig við [[Decebalus]], konung í Daciu. Dacia var konungsríki norðan [[Dóná]]r og hafði Decebalus ráðist inn í svæði Rómverja sunnan Dónár. Her Decebalusar var hrakinn aftur norður yfir ánna en herleiðangur rómversks hers inn í Daciu var misheppnaður og því var samið um frið árið [[89]]. Dómitíanus lét einnig styrkja varnir á landamærum Rómaveldis við [[Rín (fljót)|Rín]] með því að láta byggja virki og varðturna á stóru svæði sem kallað var Limes Germanicus.