„Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 1995 – 2007“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Samskipti [[Davíð Oddsson|Davíðs]] og ýmissa frammámanna úr viðskiptalífinu hafa oft verið stirð. Þar má nefna [[Jón Ólafsson (athafnamaður)|Jón Ólafsson]], sem oft er kenndur við Skífuna, og [[Jón Ásgeir Jóhannesson]] og aðra stjórnendur [[Baugur Group|Baugs]], en Jónarnir hafa báðir sakað Sjálfstæðisflokkinn um óeðlileg afskipti af fyrirtækjum sínum. Davíð hefur á móti látið í ljós áhyggjur af [[fákeppni]] á matvörumarkaði, þar sem Baugur hefur stóra hlutdeild, og einnig vegna eignarhalds sama fyrirtækis í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins (sem nú heitir [[Dagsbrún hf.]]). Í kosningunum vorið [[2003]] tapaði Sjálfstæðisflokkurinn talsverðu fylgi. Þrátt fyrir það hélt ríkisstjórnin þingmeirihluta sínum, og sömdu stjórnarflokkarnir um að halda samstarfi sínu áfram, og tæki [[Halldór Ásgrímsson]] við stöðu forsætisráðherra eftir eitt og hálft ár. Var ákveðið að ráðast í frekari skattalækkanir, og er [[tekjuskattur]] fyrirtækja nú 18%, [[eignarskattur]] hefur verið felldur niður og [[erfðaskattur]] stórlega lækkaður. Tekjuskattur einstaklinga hefur einnig verið lækkaður, en á móti hefur komið, að [[útsvar]], sem rennur til sveitarfélaga, hefur hækkað. Vegna bættra kjara greiða einnig fleiri tekjuskatt nú en áður.
 
[[Norðurál]] tók til starfa á Grundartanga í Hvalfirði og Hvalfjarðargöngin voru opnuð á starfstíma stjórnarinnar.
 
Davíð beitti sér vorið 2004 fyrir [[frumvarp]]i, sem setti hömlur við eignarhaldi stórfyrirtækja á fjölmiðlum og samþjöppun eignarhalds. [[Fjölmiðlafrumvarpið]] svonefnda var mjög umdeilt, enda blasti við að það myndi aðallega bitna á Norðurljósum hf. (nú Dagsbrún hf.), fjölmiðlafyrirtæki sem var að stórum hluta í eigu Baugsfeðga. Frumvarpið var samþykkt eftir talsverðar breytingar sumarið 2004. En [[forseti Íslands]], [[Ólafur Ragnar Grímsson]], [[neitunarvald forseta|synjaði]] frumvarpinu staðfestingar og var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins að forseti synjaði frumvarpi frá [[Alþingi]] staðfestingar. Davíð gagnrýndi þá ákvörðun bæði vegna persónulegra tengsla forsetans við Baug og einnig vegna þess að [[stjórnarskrárákvæði]]ð sem hann beitti væri í raun óvirkt þar sem lög hafa aldrei verið sett um hvernig framkvæma eigi þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem mælt er fyrir um í því. Eftir nokkurt þóf samþykkti Alþingi að taka frumvarpið aftur, og varð því ekki úr [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] um frumvarpið. Skömmu eftir þessar málalyktir greindist Davíð með [[krabbamein]] í nýrum og hálsi, en hann náði fullum bata og tók við stöðu [[utanríkisráðherra]] haustið 2004.
 
==Verk==
Meðal verka ríkistjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forustu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar má nefna:
[[Tjáningafrelsi]] komið inn í ríkistjórnina í stað [[prentfrelsis]]
Símnúmarakerfi landsins samræmt með 7-tölustöfum.
Gjaldskrá símtala í fastlínukerfi var samræmd.
Æviráðningar opinberrastarfsmanna voru afnumdar.
Boðið var upp á nám til stúdentsprófs sem tæki skemmri tíma en 4 ár.
Bryddað var upp á [[Dagur íslenskrar tungu|degi íslenskrar tungu]].
[[Norðurál]] tók til starfa á Grundartanga í Hvalfirði og Hvalfjarðargöngin voru opnuð á starfstíma stjórnarinnar1998.
[[Hvalfjarðargöngin]] voru opnuð 1998.
Póstur og Sími voru aðskildir í Landssímann og Íslandspóst og Almenningi gefinn kostur á að kaupa hlutabréf í Landssímanum.
Almenningi var gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlutabréfum sem ríkið hafði farið með í fyrirtækjum s.s. Landsbanka Íslands, Búnaðarbankanum, Járnblendifélaginu, Fjárfestingabanka Atvinnulífsins, sem var mindaður með sameiningu nokkurra sjóða sem höfðu lánað fé hver til síns geira atvinnulífsins.
Búið var í haginn fyrir farsímavæðingu landsmanna.
Netvæðing landsins hófst.
Reikningsskil ríkisins voru færð til þess sem þekkist hjá fyrirtækjum
 
 
 
 
==Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar==