Munur á milli breytinga „Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar“

ekkert breytingarágrip
'''Viðeyjarstjórnin''' var ríkisstjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] sem sat við völd á Íslandi frá [[1991]] til [[1995]]. Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt af því að [[Davíð Oddsson]] bauð [[Jón Baldvin Hannibalsson|Jóni Baldvin Hannibalssyni]] [[utanríkisráðherra]] til stjórnarmyndunarviðræðna út í [[Viðey]] að loknum Alþingiskosningum [[20. apríl]] [[1991]]. Þegar [[Steingrímur Hermannsson]] baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt [[23. apríl]] [[1991]] fékk [[Davíð Oddsson]] [[stjórnarmyndunarumboð]]ið. Viðeyjarstjórnin tók við völdum [[30. apríl]] [[1991]].
 
[[Davíð Oddsson]] var forsætisráðherra og [[Jón Baldvin Hannibalsson]] var utanríkisráðherra. [[Salóme Þorkelsdóttir]] var forseti Alþingis. Viðeyjarstjórnin sat eitt kjörtímabil. Ísland tók þátt í stofnun hins Evrópska Efanahagssvæðis meðan stjórnin sat við völd.
 
Ýmsir töluðu um nýja [[viðreisnarstjórn]] þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð þar sem sömu flokkar áttu hlut að máli í bæði skiptin.
==Verk==
Ísland gerðist aðili að [[EES]] í tíð Viðeyjarstjórnarinnar.
Stjórnarskrá Lýðveldisins var breytt með þeim hætti mannréttindi voru betur fest í sessi.
Stjórnsýslulög með andmælarétti og jafnræðisreglu samþykkt.
Virðisaukaskattur á matvælum var lækkaður úr 24,5% í 14%.
Ísland gerðist aðili að [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni.
 
 
==Ráðherrar og ráðuneyti==
Óskráður notandi