„Páll Melsteð (amtmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: Páll Melsteð (31. mars 1791 – 9. maí 1861) var íslenskur amtmaður, sýslumaður og alþingismaður. Páll var fæddur á Völlum í Svarfaðardal, sonur séra Þórðar Jónssona...
 
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
Páll var fæddur á Völlum í Svarfaðardal, sonur séra Þórðar Jónssonar prests þar og seinni konu hans Ingibjargar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1809, var skrifari Stefáns Þórarinssonar amtmanns á Möðruvöllum 1809-1813 en sigldi síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla og lauk lögfræðiprófi þaðan 1815. Hann varð þá sýslumaður í Suður-Múlasýslu til 1817 og síðan í Norður-Múlasýslu til 1835 og sat á Ketilsstöðum á Völlum. 1835-1849 var hann sýslumaður í Árnessýslu og bjó þá í Hjálmholti. Árið 1849 var hann skipaður amtmaður í vesturamtinu og gegndi því embætti til æviloka.
 
 
 
F. á Völlum í Svarfaðardal 31. mars 1791, d. 9. maí 1861. For.: Þórður Jónsson (f. 1741, d. 26. sept. 1814) prestur þar og 2. k. h. Ingibjörg Jónsdóttir (f. 1761, d. 15. júní 1797) húsmóðir. Faðir Páls alþm. og Sigurðar alþm. Melsteðs, tengdafaðir Stefáns Stephensens alþm. K. 1. (2. nóv. 1815) Anna Sigríður Stefánsdóttir Melsteð (f. 20. maí 1790, d. 8. júní 1844) húsmóðir. For.: Stefán Þórarinsson og k. h. Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving. K. 2. (5. sept. 1846) Ingileif Jónsdóttir Melsteð, f. Bachmann (f. 6. maí 1812, d. 13. mars 1894) húsmóðir. For.: Jón Hallgrímsson Bachmann og k. h. Ragnhildur Björnsdóttir Bachmann. Börn Páls og Önnu Sigríðar: Páll (1812), Ragnheiður (1816), Ingibjörg (1817), Sigurður (1819), Margrét (1821), Guðrún (1821), Sigríður (1822), Björg (1823), Þórdís (1824), Guðrún (1825), Stefanía (1827), Jón (1829), Jakobína Jóhanna Sigríður (1831), Halldór (1832), Þórdís (1835). Sonur Páls og Ingileifar: Hallgrímur (1853).
 
Átti sæti í embættismannanefndinni 1839—1841. Skip. 1845 í nefnd um landbúnaðar- og skattamál og 1859 í póstmálanefnd.
 
Kgk. alþm. 1847—1849. Þfm. 1851.
Aðstoðarmaður Bardenfleths konungsfulltrúa á Alþingi 1845. Konungsfulltrúi á Alþingi 1849—1859, einnig skip. konungsfulltrúi á þingi 1861, en andaðist fyrir þing.
Forseti Þjóðfundarins 1851.