„Mjöður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Mjöður''' er heiti á gerjuðumáfengu drykköli unnumsem er unnið úr [[Hunang|hunangi]] og vatni. Þessieða drykkurjafnvel úr kryddjurtum og áluðu korni ([[bygg]]i). Mjöður hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. ogMikið er mikið til af heimildum um tilvist hansmjaðar ífrá fornöld, sérstaklega hjá forngrikkjum, en trúlega er drykkurinn mun eldri en það samfélag. Mjöður gæti jafnvel verið eldri en bæði [[bjór]] og [[vín]].
 
Orðið mjöður, og samsverandi orð, kemur fyrir í fjölmörgum málum. Það nær ekki aðeins til flestra [[Indógermönsk mál|indógermanskra mála]], heldur ýmissa fleiri. Talið er, að mjöður sé í hópi hinna elztu áfengu drykkja. Menn hugðu, að hann hefði guðdómlegan kraft, sem hlotnaðist þeim, er hans neyttu. Í hinni helgu bók Indverja [[Rigveda]], sem er talin eiga rætur mörg hundruð árum fyrir Kristsburð, eru [[Krisna]] og ''Indra'' kallaðir ''mádhaua'', þ.e. „hinir hunangbornu", og tákn þeirra var [[býfluga]]n. Talið er, að mjöður sé eldri drykkur en vín í Miðjarðarhafslöndum. Og það er víðar en á [[Indland]]i, sem mjöður kemur við sögu í goðafræðinni. Í [[sanskrít]] kemur fyrir madhu („hunang, sætur drykkur"). Sumir [[orðsifjafræði]]ngar telja, að orðið hafi borist inn í finnsk-úgrísk mál og einnig í kínversku og japönsku.
 
== Mjöður meðal norrænna þjóða ==
Í Snorra-Eddu segir frá Kvasi og því, hvernig skáldamjöðurinn varð til. M.a. stendur þar:
 
:Þá kölluðu þeir hann (þ.e. Kvasi) með sér á einmœli ok drápu hann, létu renna blóð hans í tvö ker ok einn ketil... þeir blendu hunangi við blóðit, ok varð þar af mjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða frœðamaðr.
 
== Afbrigði ==
Nokkur afbrigði eru til af miði, sem hvert hefur sitt nafn, en það fer eftir því hvaða hráefni eru notuð aukalega, hver drykkurinn verður. Hér eru nokkur afbrigði mjaðar: