„Eignarréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
==Gagnrýni eignarréttar==
Þýski heimspekingurinn [[Karl Marx]] hélt því fram, að einkaeignarréttur á framleiðslutækjum leiddi til óþolandi ójafnaðar. Borgarastéttin hefði sölsað undir sig gæði, sem ættu að vera í sameign allra. Hann vildi, að öreigastéttin gerði byltingu og stofnaði sameignarskipulag. Bandaríski rithöfundurinn [[Henry George]] gagnrýndi hins vegar einkaeignarrétt á þeim gæðum, sem eru í eðli sínu takmörkuð (til dæmis land), svo að þau hækka í verði við aukna eftirspurn, án þess að eigendurnir hefðu gert neitt til að bæta þær. George vildi leggja á sérstakan jarðskatt til að gera upptækan slíkan gróða, sem hann taldi óverðskuldaðan. Marxismi og georgismi nutu mikils fylgis í upphafi 20. aldar, og tókst marxistum að leggja undir sig fjölda landa á öldinni. Í upphafi 21. aldar nýtur einkaeignarréttur þó víðtækari viðurkenningar en oft áður. Hafa ýmsar ríkisstjórnir, ekki síst í fyrrverandi sameignarríkjum, beitt sér fyrir einkavæðingu, myndun einkaeignarréttar á framleiðslufyrirtækjum.
 
==Takmörk eignarréttar==
[[John Locke]], [[Robert Nozick]] og aðrir [[Frjálshyggja|frjálshyggjumenn]] halda því fram, að eignarrétturinn sé nauðsynlegur frelsinu. Eignalausir menn séu ósjálfstæðir gagnvart ríkisvaldinu. Í stjórnarskrám vestrænna lýðræðis- og réttarríkja nýtur einkaeignarrétturinn víðast friðhelgi. Ekki má skerða eignir manna, nema almannahagsmunir krefji og komi fullar bætur fyrir. En Locke setti myndun eignarréttar þann fyrirvara, að hagur annarra skertist ekki. Hugsanlegur er árekstur eignarréttar og frelsis, til dæmis ef 19 af 20 vatnsbólum í eyðimerkurvin þorna upp, svo að einn maður, eigandi eina vatnsbólsins, hefur kverkatak á öllum öðrum og misnotar það. [[Robert Nozick|Nozick]] heldur því fram, að þá taki fyrirvari Lockes gildi, svo að einkaeignarréttur þessa eiganda víki fyrir frelsinu. Einn helsti hugsuður frjálshyggjunnar á 20. öld, [[Friedrich A. von Hayek]], er sammála honum. En báðir telja þeir [[Friedrich A. von Hayek|Hayek]] og [[Robert Nozick|Nozick]], að við allar venjulegar kringumstæður nái einkaeignarréttur vel þeim tilgangi sínum að vernda frelsið.
 
==Ófullkominn eignarréttur==