„Eignarréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Breytt stað mynda
Lína 1:
[[Image:David_Hume.jpg|thumb|right|[[David Hume]] rakti eignarrétt aðallega til skorts á gæðum]]
'''Eignarréttur''' er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja og ráðstafa á annan hátt og líka að meina öðrum að nota hann. Hér verður aðallega rætt um einkaeignarrétt, en margvíslegur sameignarréttur er líka til.
 
==Nauðsyn eignarréttar==
[[Image:David_Hume.jpg|thumb|right|[[David Hume]] rakti eignarrétt aðallega til skorts á gæðum]]
Skoski heimspekingurinn [[David Hume]] gerði grein fyrir því, að einkaeignarréttur yrði til af tveimur meginástæðum, vegna nísku náttúrunnar og skorts á náungakærleika. Þar sem nóg er til af öllu, þarf engan eignarrétt. Hann myndast til að afstýra árekstrum um takmörkuð gæði. Til dæmis þarf ekki einkaeignarrétt á andrúmslofti, þar sem notkun eins manns á því minnkar ekki tækifæri annarra til að nota það. Hins vegar þarf eignarrétt á bithögum, því að ella er hætta á ofbeit. Þar sem allir eru sáttir um notkun hluta eða fastar reglur gilda um hana, þarf engan eignarrétt heldur. Venjulega gera foreldrar og börn ekki skriflega samninga um framfærsluskyldu hvors aðila gagnvart hinum.
 
Lína 26:
Stundum merkir sameignarréttur ekkert annað en eignarréttur ríkisins á einhverjum hlutum eða gæðum. En stundum eiga margir menn saman hlut. Til dæmis má segja, að bændur á Suðurlandi eigi saman ýmis framleiðslusamvinnufélög. Sá hængur er á að dómi eignarréttarhagfræðinga, að eignarrétturinn er mög ófullkominn. Hann er til dæmis ekki seljanlegur. Munurinn á hlutafélagi og samvinnufélagi er, að í hlutafélaginu getur eigandi selt hlut sinn. Hann hefur því meiri áhuga á langtímavirði hlutarins en aðilinn að samvinnufélaginu. Eftir því sem fleiri eiga einhver nýtanleg gæði saman, eru líka minni tengsl milli framlags hvers einstaks eiganda og afraksturs hans, sem myndar hættu á því, að einhverjir svíkist um.
 
[[Image:Oddsson_and_Árnason.jpg|thumb|rightleft|300px|[[Davíð Oddsson]] og [[Ragnar Árnason]] prófessor á ráðstefnu [[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtakanna]] í Reykjavík um eignarrétt. Davíð hafði forystu um einkavæðingu á Íslandi, og Ragnar er kunnur eignarréttarhagfræðingur á alþjóðavettvangi.]]
==Eignarréttarráðstefna á Íslandi==
[[Image:Oddsson_and_Árnason.jpg|thumb|right|300px|[[Davíð Oddsson]] og [[Ragnar Árnason]] prófessor á ráðstefnu [[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtakanna]] í Reykjavík um eignarrétt. Davíð hafði forystu um einkavæðingu á Íslandi, og Ragnar er kunnur eignarréttarhagfræðingur á alþjóðavettvangi.]]
[[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtökin]], alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, héldu ráðstefnu á Íslandi í ágúst 2005 um „eignarrétt og frelsi á nýrri öld“. Þar hélt [[Harold Demsetz]] erindi um eignarréttarhagfræðina. [[Ragnar Árnason]] prófessor leiddi rök að því, að eignarréttur yrði því hagkvæmari sem hann væri fullkomnari (til dæmis rétturinn betur skilgreindur og viðskipti greiðari með eignirnar). [[Þráinn Eggertsson]] prófessor tók nokkur dæmi í anda eignarréttarhagfræðinnar frá Íslandi, meðal annars um, hvernig ítala hefði myndast á þjóðveldisöld (vegna hættu á ofbeit á upprekstrarlandi komu bændur sér saman um, að hver jörð mætti aðeins reka tiltekinn fjölda sauða á fjall). [[Rögnvaldur Hannesson]] prófessor lýsti því, hvernig mynda mætti eignarrétt á gæðum hafsins. [[Tom Hazlett]] prófessor sagði frá þróun eignaréttinda á útvarps- og sjónvarpsrásum. Prófessorarnir [[Gary Libecap]] og [[Terry Anderson]] tóku ýmis dæmi um það, sem þeir kalla „free market environmentalism“ (umhverfisvernd í krafti atvinnufrelsis).