„Enid Blyton“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Enid Blyton skrifaði fjölmargar bókaraðir um sömu persónurnar. Bækur hennar eru þekktar um allan heim, og hafa selst yfir 600 milljónum eintaka. Enid er fimmti mest þýddi rithöfundur í heimi og eru yfir 3544 þýðinga bóka hennar fáanlegar samkvæmt [[Index Translationum]] [[UNESCO]]. Ein þekktasta persóna hennar er [[Doddi]], en bækurnar um hann voru samdar fyrir börn sem eru að læra að lesa.
 
Þekktustu verk hennar eru skáldsögur fyrir börn, þar sem börnbörnin sjálf lenda í ævintýrum og takast á við ráðgátur og vandamál og leysa án aðstoðar fullorðna. Nokkur dæmi um verk hennar í þessari tegund eru ''[[Ævintýrabækurnar]]'' (e. ''Adventure series''), 8 bækur sem út komu á árunum 1944-1950 og fjalla um fjögur börn og páfagaukinn Kíkí. Þær skera sig úr að því leyti að helmingur þeirra gerist utan Englands), ''[[Fimm-bækurnar]]'' (e. ''Famous Five'', sem er alls 21 bók, 1942–1963, og fjalla um fjögur börn og hundinn þeirra), [[Dularfullu bækurnar]] (e. ''Five Find-Outers and Dog'') (15 bækur, 1943–1961, en í þeim skjóta fimm börn þorpslögreglumanninum Gunnari stöðugt ref fyrir rass) og að lokum ''[[Leynifélagið Sjö saman]]'' (e. ''Secret Seven'') (15 bækur, 1949–1963, félag sjö barna sem leysa sakamál). Af öðrum bókum hennar sem komið hafa út á íslensku má nefna ''[[Baldintátubækurnar]]'' (e. ''The Naughtiest Girl'') og allmargar Doddabækur.
 
Bækurnar eftir Blyton voru og eru enn geysilega vinsælar á [[Bretland]]i, [[Malta|Möltu]], [[Indland]]i, [[Pakistan]], [[Nýja-Sjáland]]i, [[Srí Lanka]], [[Malasía|Malasíu]], [[Singapúr]] og [[Ástralía|Ástralíu]]; sem þýðingar í fyrrum lýðveldum [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] og [[Japan]]; sem og aðlaganir á [[arabíska|arabísku]]; og yfir meginhluta heimsins. Verk hennar hafa verið þýdd á yfir 90 tungumál.